Ársskýrsla Mótanefnd 2023

Nefndin var vel mönnuð þetta árið líkt og áður

-Sigurður H. Örnólfsson (formaður)

-Ragnheiður Þorvaldsdóttir

- Kristinn Sveinsson

- Rakel Katrín Sigurhansdóttir

- Ásta Friðjónsdóttir

- Jón Geir Sigurbjörnsson

- Viktoría Von Ragnarsdóttir

- Halldór Stefánsson

- Kristján Arason

Keppnisárið 2023 fór kröftuglega á stað. Fjölmargir góðir styrktaraðilar komu að mótahaldinu og kunnum við þeim góðar þakkir.

Þrjú vetrarmót voru haldin.

Keppnisárið hófst á hinu sívinsæla Grímutölti sem nú í ár var styrkt af Fiskbúð Mosfellsbæjar líkt og árið áður. Líkt og fyrri ár var mikið kapp lagt á flotta búninga. Annað vetrarmótið var Fáka-Fars mótið og slógum við svo endapunktinn með Exporthesta mótinu líkt og fyrri ár var stigasöfnun yfir öll mótin.

Haldið var fyrsta gæðingalistar mótið í heiminum í reiðhöll Harðar var það í tengslum við samnefnt námskeið þar sem nemendur luku námskeiðinu með þátttöku í mótinu. Auk þess var mótið opið öllum.  Var mótið haldið í samstarfi við landsamband hestamanna þar sem nýdómarar fengu að sitja og fylgjast með sér reyndari dómurum.

Haldið var skemmtimót -Esja spirits og Snæstaða var mótið mjög vel sótt af áhorfendum enda mikil gleði við völd.

Keppt var í

  • 3-gang
  • Hraðasta fetinu
  • Lull – gang
  • Glasatölti
  • Tímataka í gegnum höllina á öllum gangi.

Tókst mótið vel og voru keppendur til mikillar fyrirmyndar.

Gæðingamótið var haldið í samstarfi við Hestamannafélagið Dreyra. Tókst mótahaldið vel og var ákveðið að ef tap yrði á mótahaldinu yrði því skipt milli félaganna lögðu Dreyra félagar fram vinnu við mótahaldið. Skráð voru 92 hross til keppni.

Íþróttamót Harðar

Á vordögum var haldið öflugt íþróttamót og voru skráningar um 260 talsins. Var mikil ánægja meðal þátttakenda og mættu margir feikna sterkir hestar.

Tölumót

Haldið var eitt tölumót  var það vinsælt líkt og áður og voru skráningar 82 en tölumót eru haldin seinnipart dags svo rennslið er töluvert. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst að gefa hestum og knöppum kost á að ná tölum inná Íslandsmót.

fyrir hönd mótanefndar

Sigurður Halldór Örnólfsson