Að loknu Landsmóti

Landsmótið tókst mjög vel.  Skipulag, vellir, aðstaða og stjórnun til fyrirmyndar.  Hestakosturinn algjör veisla.  Hörður átti nokkra þátttakendur á mótinu og stóðu þeir sig vel.  Það þarf mikinn aga og mikla vinnu til að ná inn á landsmót. 

Í Barnaflokki lenti Oddur Arason í 5. sæti og Egill Rúnarsson í því 13.  Í Unglingaflokki tók Benedikt Ólafsson sig til og varð Landsmótsmeistari.  Frábær árangur.  Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir var valin knapi mótsins og hlaut FT fjöðrina.  Hún hlaut einnig isibelss verðlaunin, en þau eru veitt þeim knapa sem sýnir einstaka reiðmennsku og fáguð samskipti við hestinn. Reynir Pálmason og Skemill náðu 3ja sæti í 150 m skeiði á tímanum 14,22.

 

Myndir eru frá vef LH.

 

Stjórnin

 

image001.jpgimage002.jpgimage003.jpgimage005.jpg