Æskan og hesturinn

Stórsýningin Æskan og hesturinn verður haldinn þann 10. apríl í reiðhöllinni í Víðidalnum. Á þessari sýningu koma saman börn og unglingar af höfuðborgarsvæðinu og gera saman stóra og glæsilega sýningu. Undirbúningsnefnd Æ og h langar að bjóða þeim pollum sem vilja fara og vera með á sýningunni. Það eru tveir flokkar sem krakkarnir geta valið um, teymdir pollar og pollar ríðandi einir. Þetta atriði er á báðum sýningunum og væri gaman ef krakkarnir gætu verið í grímubúningum og ef þau vilja mega þau endilega skreyta hestana hjá sér. Vonumst til að sjá ykkur sem flest á sýningunni. (Skráning fer líklegast fram rétt fyrir sýninguna hjá þuli, verður auglýst betur síðar).