Félagslyndi hesta- hvað hefur áhrif á samskipti þeirra?

Þriðjudaginn 23 febrúar næstkomandi kl 20:00 mun Dr Hrefna Sigurjónsdóttir vera með fyrirlestur í Harðarbóli um félagslyndi hesta-  hvað það er sem hefur áhrif á samskipti þeirra.

Greint verður frá rannsóknum á félagshegðun íslenska hestsins hér á landi sem höfundur hefur unnið að frá 1996 með  íslenskum og erlendum vísindamönnum og stúdentum.  Um er að ræða rannsóknir á litlum sem stórum hópum úti við  sem eru mismunandi að samsetningu hvað varðar  hlutfall kynjanna og aldursflokka.  Greint verður frá því hvað hefur mest áhrif á árásargirni og jákvæð samskipti, eins og gagnkvæma snyrtingu og leik.  

Einnig verður greint stuttega frá könnun sem höfundur gerði árið 2003 á algengi húslasta hér á landi.

Kveðja fræðslunefnd Harðar