ÆSKAN OG HESTURINN

Hestamannafélagið Hörður vill þakka öllum þeim Harðarfélögum, ungum sem öldnum, sem komu að sýningunni Æskan og Hesturinn fyrir þeirra þátttöku. Atriðin sem Harðarkrakkarnir voru með voru algjörlega frábær og sýndu þá miklu breidd sem er í hestamennskunni hjá okkur . Greinilega var búið að leggja mikla vinnu í búninga, búa til atriði og æfa hesta og knapa. Þetta hefst ekki nema með samstilltu átaki og mikilli vinnu sem sást svo greinilega.

Æskulýðsnefnd Harðar á miklar þakkir skyldar sem og aðrir.

Gaman væri að fá fleiri myndir frá þessari sýningu hér inn á síðuna.

Með kveðju
Jóna Dís Bragadóttir

 

a og h