- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 29 2026 13:36
-
Skrifað af Sonja
Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni
Miðvikudaginn 4.febrúar og fimmtudaginn 5.febrúar
Miðvikudaginn 18.febrúar og fimmtudaginn 19.febrúar
Á miðvikudögum eru tímar frá 8:30-15:30
Á fimmtudögum er kennt frá 12:30-15:30
Tona þarf vart að kynna en hann kenndi við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross. Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska.
Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni.
Tímarnir eru 45 mínútna einkatímar sniðnir að hverjum og einum knapa og eru kenndir í reiðhöll Harðar.
Takmarkaður fjöldi plássa í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Skráning hefst í kvöld fimmtudaginn 29.janúar klukkan 20:00 á abler.io/shop/hfhordur
Aldurstakmark: 12 ára og eldri
Verð einn tími: 17.500
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 28 2026 13:15
-
Skrifað af Sonja
Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur, verður með fyrirlestur hjá hestamannafélaginu Herði og fer yfir liðið sýningarár kynbótahrossa, og það sem er á döfinni á komandi ári.
Hvar: Harðarból, félagsheimili Harðar, Varmárbakka
Hvenær: Fimmtudagurinn 29. janúar klukkan 20:00
Kaffi og léttar veitingar verða í boði, svo við hvetjum alla til að mæta, njóta góðs félagsskapar og fræðast!
Ekki láta þetta framhjá þér fara – allir hestamenn og áhugasamir um hrossarækt eru hjartanlega velkomnir. Deilið endilega til þeirra sem gætu haft áhuga! 🐴
Einnig verður tekið við skráningum á staðnum í fyrirhugaða kynbótaferð laugardaginn 28. febrúar næskomandi :-)))
🌟 Sjáumst í Harðarbóli! 🌟
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 22 2026 12:20
-
Skrifað af Sonja
Í samstarfi við hestavöru- og reiðfataframleiðandann Hrímni, bjóðum við upp á að panta sérframleiddan fatnað merktan Herði.
Sunnudaginn 25.janúar bjóðum við upp á mátunardag í Harðarbóli frá kl. 11 til 13, en þá koma fulltrúar Hrímnis með allar stærðir af fatnaðnum svo hægt sé að velja rétta stærð.
Við bjóðum félagsmönnum að greiða aðeins helming við pöntun og restina við afhendingu í maí.
Hvetjum við alla félagsmenn að nýta tækifærið til að fá sér vandaðan fatnað á sérkjörum.
Við mætum svo öll á Landsmót í sumar vel merkt okkar félagi og styðjum okkar fólk ;-)







- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 22 2026 12:09
-
Skrifað af Sonja
17:30-18:15 börn/unglingar
18:15-19:00 ungmenni og fullorðnir
Föstudaginn næsta (23.jan) verður opinn æfingatími þar sem Ingunn Birna okkar verður á staðnum milli 17:30-19:00 reiðubúin að aðstoða og gefa knöpum punkta!
Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja til dæmis fá hjálp fyrir vetrarmótið á laugardaginn eða æfingamótið á sunnudaginn! Eina sem þið þurfið að gera er að mæta, pikka í Ingunni og njóta!
Vonandi nýta sem flestir sér þetta!
Engin skráning, bara að mæta í stóru höllina