- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 17 2018 11:06
-
Skrifað af Sonja
Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin sunnudaginn 29. apríl næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum.
Hópar ungra hestamanna frá öllum hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti, Sóta og Sörla sýna fjölbreytt atriði sem þeir hafa æft í hverju félagi fyrir sig. Sýningarnar verða tvær; kl. 13:00 og 16:00.
JóiPé og Króli koma einnig fram og flytja nokkur lög. Þessir ungu rapparar hafa slegið öll met og platan þeirra Gerviglingur án nokkurs vafa ein af plötum ársins 2017.
Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.
Sjáumst í Víðidalnum!
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 17 2018 07:41
-
Skrifað af Sonja
Öll höll verður lokuð á eftirfarandi timanum í vikunni:
Fimmtudag 19.april Kl 18-19 : æfingu fyrir Æskan og Hesturinn
Fimmtudag 19.april frá 20:30 : Kátar Konur með stóræfingu
Föstudag 20. april Kl 19-20 : æfingu fyrir Æskan og Hesturinn
Laugardag 21. April Kl 17-19 : Sýnikennslu með Peter DeCosemo
Sunnudag 22.april Kl 12-13 : æfingu fyrir Æskan og Hesturinn
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 17 2018 07:33
-
Skrifað af Sonja
Aðalfundar í Félagi hesthuseigenda Varmárbökkum verður haldin fimmtudaginn 3.maí kl.20.00 í Harðarbóli.
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 16 2018 20:25
-
Skrifað af Sonja
Stefnumótunarfundur var haldinn sl laugardag í Harðarbóli. Fundinum stjórnaði Runólfur Smári prófessor og hestamaður.
Fyrri hlutann nýttum við í hugmyndir um hvar og hvernig hestamannafélagið væri eftir 20 ár og í seinni hlutanum skiptumst við í 3 hópa og ræddum Umhverfismál - Skipulagsmál - Innra starf. Margar góðar hugmyndir komu fram og munu þær verða sendar stjórn, sem tekur næstu skref.
Sú vinna verður kynnt á heimasíðu félagsins og öllum félagsmönnum boðið að koma með fleiri hugmyndir. 24 félagar mættu á fundinn.
kv HákonH