Undanþágubeiðni til sóttvarnaryfirvalda - hestamannafélög

Undanþágubeiðni til sóttvarnaryfirvalda - hestamannafélög

 

Sjá hér neðar afgreiðslu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna óska um opnun reiðhalla.  

Líney Rut Halldórsdóttir Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands  

 

Sæl Líney

Ráðuneytið vísar til erindis þíns frá 19. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir undanþágu fyrir hönd Landssambands hestamannafélaga frá ákvæði 5. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1105/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, þess efnis að reiðhallir geti verið opnar til notkunar að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1105/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, eru íþróttir fullorðinna fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar.

Einstaklingsbundnar æfingar fullorðinna fæddra 2004 og fyrr án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Bent er á að skv. 6. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar eru æfingar og íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri, inni og úti, með og án snertingar heimilar.

Ráðuneytið hefur veitt nokkrar undanþágur á grundvelli 3. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar. Þær hafa verið háðar því annars vegar að um sé að ræða íþróttastarf fyrir einstaka viðburði, þ.e. alþjóðlegra viðburða annaðhvort hér á landi eða erlendis, sbr. 3. mgr. 8. gr., og að tilteknar upplýsingar liggi fyrir m.a. um æfingatíma, nafnalista afreksíþróttamanna og æfingastað.

Með vísan til jafnræðissjónarmiða sem og þess sem að framan er rakið er Landssambandi hestamannafélaga hafnað um umbeðna undanþágu til að hafa íþróttamannvirki opin til notkunar.

Upplýst er að nú þegar er hafin endurskoðun á gildandi reglugerð og er áætlað að ný taki gildi 2. desember 2020. Sjónarmið Landssambands hestamannafélaga sem og annarra sérsambanda ÍSÍ verða höfð til hliðsjónar við þá endurskoðun.

María Sæmundsdóttir,

lögfræðingur / Legal Advisor Heilbrigðisráðuneyti / Ministry of Health