Uppfærðar sóttvarnarreglur fyrir hestaíþróttir  

 

Sóttvarnarreglur fyrir hestaíþróttir hafa veirð uppfærðar til samræmis við reglugerð sem gildir frá 18. nóvember til 1. desember. Sjá hér: https://www.lhhestar.is/is/covid  

„Á tímabilinu eru æfingar barna og ungmenna fæddum 2005 og síðar heimilar, keppni er þó ekki heimil meðan reglugerðin gildir. Æfingar og keppni eldri iðkenda (fæddum 2004 og fyrr) hvort sem er innan eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar.“  

Æfingar fullorðinna í reiðhöllum eru óheimilar og því ber að hafa félagsreiðhallir lokaðar fyrir almennri notkun. Skipulagðar æfingar barna á grunnskólaaldri eru heimilaðar.   

 

Berglind Karlsdóttir Framkvæmdastjóri Landssamband hestamannafélaga