Ógreidd félagsgjöld 2020

119676839_4412816008759573_6100066384049368409_o.jpg

 

Alltof margir félagsmenn eiga eftir að greiða félagsgjöldin fyrir 2020. Án félagsgjalda er erfitt að halda úti þjónustu sem allir nota árið um kring eins og viðhaldi sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í okkar hestamennsku.

Við biðlum því til félagsmanna sem eiga ógreidd félagsgjöld að greiða félagsgjöldin í heimabankanum.

Árgjaldið fyrir fullorðna er aðeins 12.000 kr. og 7.000 kr. fyrir 17 til 21 árs.

Hvað gerir hestamannafélagið fyrir þig?

Forsendurnar fyrir rekstri félagsins er að þeir sem stunda hestamennsku sína á félagssvæði Harðar séu félagar og greiði félagsgjöld sín til félagsins

Ert þú skuldlaus félagi?  Athugaðu í heimabankann og ef þú ert ekki viss, sendu þá póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórnin