Reiðhöll – sóttkví – hvernig skal haga sér í sóttkví

Reiðhöll – sóttkví – hvernig skal haga sér í sóttkví

Það að vera í sóttkví þýðir ekki að þú þurfir að loka þig af svo lengi sem þú ferð að öllu með gát, en ein­stak­lingar í sótt­kví mega ekki fara á manna­mót, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, sund­laug­ar eða aðra staði þar sem margir koma sam­an og ekki dvelja í sam­eig­in­legum rýmum eða úti­vist­ar­svæð­um.

Hestamenn í sóttkví taka sjálfir ákvörðun um hvort að þeir hirði sín hús (fara á samt alveg eftir reglum landlæknis), en vinsamlega farið EKKI inn í reiðhöll.  Þó svo að smitun þar sé ekki líkleg, skapar það ótta annarra iðkenda.  Einhver hestamannafélög hafa lokað sínum reiðhöllum.  Við viljum ekki fara þá leið, nema nauðsyn beri til.

Hestamenn í sóttkví – Ekki fara í reiðhöllina.

Stjórnin