BLING-föndurnámskeið - æskulýðsnefdn

Góðan daginn,
Æskulýðsnefnd Harðar verður með BLING-föndurnámskeið fimmtudaginn 7. desember næstkomandi í Harðarbóli.
Þátttakendur gera sitt eigið skraut á hestinn undir leiðsögn. Hver og einn fær ennisól sem hann skreytir sjálfur með kristals steinum (og miðast verðið við það) Hver og einn fær að taka með sér heim það sem hann hefur gert og möguleiki er að kaupa höfuðleður og múla í stíl. Námskeiðið tekur um tvær klukkustundir og hentar flestum frá 10 ára aldri (en ef börnin eru yngri en 10 ára þurfa þau að vera í fylgd fullorðinna).
 
Hámarksfjöldi eru 10 þátttakendur og það þarf að skrá sig fyrir 5. desember með því að senda tölvupóst á Hrafnhildi: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda sms í síma 698-0999. Taka þarf fram fullt nafn þátttakanda og aldur.
 
Kvöldið verður tvískipt :
12 ára og yngri : kl. 17:00-19:00
13 ára og eldri : kl. 19:30 – 21:30
 
Námskeiðið kostar 7000 kr. per þátttakanda. en æskulýðsnefnd Harðar ætlar að niðurgreiða 2000 kr. á mann þannig að kostnaður er 5000 kr. Best væri ef hver og einn gæti komið með peninginn með sér eða lagt inn á Hrafnhildi fyrirfram kt. 210282-2979 og reikningsnr. 0549-14-602600 og setja nafn barns í skýringu til að staðfesta plássið.
400686190_1058567918490736_4044847081023022477_n.png 403612212_347089421290758_6892109249567293464_n.png 403394871_905145464512975_8804325203540149135_n.png