Kynning Harðarmanna á stofnun reiðskóla fyrir fatlað fólk

Við hjá Hestamannafélaginu Herði héldum kynningarfund á starfsemi reiðskóla fyrir fatlað fólk mánudaginn 11. september sl. Á fundinum kynntum við reiðnámskeið fyrir fatlaða sem við höfum verið með frá árinu 2010 í reiðhöll okkar Harðarmanna þar sem Björn Gylfason (Bjössi) var settur á bak og svo teymdur um höllina á hesti sínum.

Kynntum við jafnframt hugmynd og framtíðasýn okkar Harðarmanna um fyrirhuguð sérstaks félags um stofnun reiðskóla fyrir fatlað fólk, með aðild allra hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson var heiðursgestur fundarins.