Ferð til Gustskvenna

Harðar - konur

vikulegi reiðtúrinn okkar verður með óhefbundnu sniði þessa vikuna.

Hin árlega ferð til Gustskvenna.

Gustkonur taka á móti konum úr nágrannahestamannafélögum föstudaginn 29. apríl nk. Lagt er af stað frá Gusti kl. 18.15 og glæsisveinar bjóða upp á hressingu við Vífilstaðavatn kl. 19. Í Glaðheimum borðum við saman og skemmtum okkur. Aðgangur er 1.500 kr.

Til að auðvelda okkur  Harðar - konum að geta tekið þátt í fjörinu ætlar hestaflutningabíll að koma að sækja hestana okkar og koma þeim til baka líka.  Verð á pr. hest er 1.500 kr.

Bíllinn leggur af stað frá Naflanum kl. 17. og keyrir hestana inní Gust. Þegar við komum til baka úr reiðtúrnum tekur hann hestana til baka, en við förum inn og borðum og skemmtum okkur.  Það verður hver og ein að sjá um að einhver taki á móti sínum hesti þegar bíllinn kemur heim aftur.

Verðið fyrir flutninginn fram og til baka er kr. 1.500.  Lágmarksfjöldi þátttakanda er 10.

Þær sem ætla að koma með vinsamlegast leggið inn 1.500 kr. á reikning 0101-26-741026 kt. 180667-5209 og sendið póst með staðfestingu greiðslu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 20 n.k. fimmtudag.

Síðast var rosa-gaman. 

Stjórnin