Ársskýrsla Mótanefnd Harðar 2022

Nefndin var vel mönnuð þetta árið

-Sigurður H. Örnólfsson (formaður)

-Ragnheiður Þorvaldsdóttir

- Kristinn Sveinsson

- Rakel Katrín Sigurhansdóttir

- Ásta Friðjónsdóttir

-  Jón Geir Sigurbjörnsson

-  Viktoría Von Ragnarsdóttir

Segja má að keppnisárið 2022 hafi verið mun fjörlegra en fyrri ár vegna ástæðu sem við ætlum ekki að fjalla nánar um hér. Fjölmargir góðir styrktaraðilar komu að mótahaldinu og kunnum við þeim góðar þakkir.

3.vetrarmót

Keppnisárið hófst á hinu sívinsæla Grímutölti sem nú í ár var styrkt af Fiskbúð Mosfellsbæjar. Líkt og fyrri ár var mikið kapp lagt á flotta búninga. Annað vetrarmótið var Fáka-Fars mótið og slógum við svo endapunktinn með Lækjarbakkamótinu líkt og fyrri ár var stigasöfnun yfir öll mótin.

Íþróttamót Harðar

Á vordögum var haldið öflugt íþróttamót og voru skráningar um 190 talsins. Var mikil ánægja meðal þátttakenda, sérstaklega þar sem við viðhald valla var til sérstakrar fyrirmyndar með nýju vallartæki í eigu Harðar.

Gæðingamót og úrtökur fyrir Landsmót

Þar sem mikil eftirvænting hafði skapast meðal hestamanna fyrir þátttöku á Landsmóti eftir óvenju langt hlé, var öllu tjaldað til. Ákveðið var að halda opið æfingamót í byrjun maí fyrir þá sem stefndu á Landsmót, sóttist mótið vel og mikil ánægja með þetta framtak.
Úrtakan sjálf var svo haldin í samstarfi við Hestamannafélagið Adam og mætti einn hestur á þeirra vegum. Úrtakan var tvöföld og gilti betri árangur hests inn á landsmót, segja má að mikið kapp var í hesteigendum að koma hver sínum gæðing inná Landsmót og þátttaka var góð.

Tölumót

Haldinn voru tvö tölumót 19.06 og 13.06 sóttust bæði mótin vel og virðast þessi mót vera festa sig í sessi hjá Hestamannafélaginu Herði.

Mótanefndin þakkar öllum sem tók þátt, keppendur, dómurum og sjálfboðaliðum fyrir frábæra samveru og sjáumst hress á næsta ári.

Fyrir Hönd Mótanefndar

Sigurður Halldór Örnólfsson