Skýrsla Reiðveganefndar 2022

Reiðveganefnd hefur til ráðstöfunar árið 2022 frá Landssambandi Hestamannafélaga
til framkvæmda við reiðvegi í Mosfellsbæ kr. 3.700.000,- og til ferðaleiða kr. 2500.000,-
Samtals til reiðvegaframkvæmda hjá Hestamannafélaginu Herði kr. 6.200.000,-
Helstu verkefni og framkvæmdir á vegum Harðar og reiðveganefndar árið 2022 :

 

Áfram var keyrt út efni og jafnað á reiðgötur um Tungubakkahringinn og vestur með
Leirvogsá norðan við Flugskýlin. Skipt um tvö ræsi á reiðvegi yfir Köldukvísl - mynd 1


Í reiðleiðir R106.22 Leirvogstungumelar og reiðleið R20.02 Kollafjarðarleið upp að
Esjumelum var keyrt út efni og það brotið og jafnað út. Á sama hátt var reiðleið R20.01
Tungubakkaleið frá Varmdalsbrú og út að Tungubakkahring unnin, efni keyrt út,
brotið og jafnað – mynd 2


Á reiðleið R10.04 Köldukvíslarleið var skipt um ræsi austan við Mosfellsveg
Á reiðleið R11.10 Skammaskarð var tekið upp pípuhlið sem hætt var að þjóna
tilgangi sínum einnig var keyrt út efni í reiðleið niður undir NorðurReyki, það brotið
og jafnað út – mynd 3


Frágangi á reiðleiðum R10.04 Köldukvíslarleið og á reiðleið R11.09 Brúarlandsleið
Í tengslum við nýjan göngu- og hjólastíg í gegnum Ævintýragarðinn er lokið og er
gamla göngubrúin nú notuð fyrir hestaumferð – mynd 4


Í sumar var lagt bundið slitlag á Hafravatnsveginn frá Úlfarsfellsvegi að Nesjavallavegi.
Ekki var lögð reiðleið samhliða þeirri framkvæmd þó allt hafi verið reynt til þess að það
yrði gert. Mosfellsbær er að láta vinna deiliskipulag fyrir reiðleið- og göngustíga með
veginum – mynd 5


Unnið er við Skógarhólaleið og haldið áfram þar sem frá var horfið í haust við Stiflisdalsvatn
og lagfæringar verða gerðar á reiðleið milli Brúsastaða og Selkots – mynd 6


Sæmundur Eiríksson október 2022

aamynd1.jpgaa_mynd2.jpgaamynd3.jpgaamynd4.jpgaamynd5.jpgaamynd6.jpg