Helgarnámskeið hjá Hinna - Grunnreiðmennska og þjálfun

Grunnreiðmennska og þjálfun
Hinrik Sigurðsson- Íslensk reiðlist

Spennandi helgarnámskeið í Herði í janúar hjá fræðslunefndinni (samt opið frá 15ára (fædd 2007))

Á þessu helgarnámskeiði ætlum við að leggja áherslu á liðkandi og styrkjandi vinnu í þjálfun hestsins, ábendingakerfið og samspil ábendinga og ræðum skipulag þjálfunar út frá þjálfunarstigum reiðmennskunnar.
Þjálfunarstigin eru kerfi um þjálfun hestsins þar sem eitt leiðir af öðru frá grunnþjálfun og upp skalann upp í safnandi vinnu. Það er öllum knöpum mikilvægt að hafa þjálfunarstigin til hliðsjónar við þjálfun hesta sinna, og geta staðsett sig í kerfinu á hverjum tíma.
Við ræðum líka um misstyrk, og praktískar æfingar til þess að vinna með að jafna hann, hvað ber að varast og ýmislegt spennandi.
Námskeiðið byggist á verklegum reiðtímum og bóklegri kennslu.

Dagsetningar: 18.-20. febrúar 2022

Miðað er við 10-12 nemendur á námskeiðinu (minnst 8 manns)
Verð 35.000 kr.
Skráning:

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

272328655_3093537067632150_4039172257210847649_n.jpg