Beit - sleppa

Heimilt er að sleppa hrossum á beit í hólf á vegum félagsins frá og með föstudeginum 11. júní.

Hver og einn hugi vel að sínu hólfi, sumstaðar er beit ekki orðin mikil og getur verið gott að gefa hey með eða beita ekki allan sólarhringinn. Fólki er treyst til að meta þetta og gera ráðstafanir.

Allir beitarhafar gæti þess að girðingar séu samkvæmt reglum félagsins: Girðingar skulu vera að lágmarki tveggja strengja með tré eða járnstaurum. Æskilegt er að amk annar þeirra sé vírstrengur. Á hornum skulu vera veglegir burðarstaurar með stögum eða stífum á hornum. Girðingarnar skulu vera rafmagnaðar meðan hross eru í þeim og viðvörunarskilti á þeim þar sem vænta má umferðar í kringum þær. Gaddavírsgirðingar eru stranglega bannaðar.

Eindagi beitargjalds er 11. júní, vinsamlega greiðið fyrir eindaga.