Einkatímapakki með Ragnheiður Samúelsdóttir

 
"Ég hef unnið við hestamennsku frá 15 ára aldri og hef kynnst litrófi hestamennskunnar, ég hef fengið að fylgja þeirri þróun sem orðið hefur á reiðmennsku og velfreð hrossa. Ég var bóndi austur á héraði vel á annan áratug, ég var tilnefnd bæði sem sýnandi kynbótahrossa 2004 og fékk tilnefningu með ræktunarbú árið 2005, eftir 16 ára ræktunarstarf.
Ég fór í reiðkennaranám árið 2000 ég hef að mestu unnið við kennslu síðan ég fékk reiðkennararéttindin. Ég hef komið að kennslu á flestum stigum hestamennskunnar, fengið að kenna börnum og unglingum, byrjendum og lengra komnum. Ég hef miðlað af reynslunni minn og kennt fólki um allt land og einnig á meginlandinu. Ég hef fylgt stórum hópi keppenda á Landsmót oftar ein einu sinni og náð þar góðum árangri. Ég var kennari á Hólum í Hjaltadal um skeið og fannst mér það mikil upphefð að fá vinnu þar.
Árið 2019 fékk ég tilnefningu frá menntanefnd LH, ég er snortin yfir því að vera valin úr hópi allra þeirra kennara og reiðmanna sem eru hér á Íslandi. Töltgrúppan mín var löggð til grundvallar þegar valið átti sér stað. "
Einkatímar 5x30min
Dagsetningar, mánudagar:
5.10.
12.10.
19.10
26.10
02.11
Tímar verða milli 17-20
Verð: 30000isk
Skráning: skraning.hordur.is
Skráningafrestur, föstudagur 02.10.
 99CE0B64-50E9-4D1D-B954-837E192F17A2.png