Beit - Sleppa hross

Heimilt er að sleppa hrossum á beit laugardaginn 13. júní. (frá miðnætti föstudags er kominn nýr dagur)

Hver og einn hugi vel að sínu hólfi, gæti þess að girðingar séu samkvæmt reglum félagsins:

Girðingar skulu vera að lágmarki tveggja strengja með tré eða járnstaurum. Æskilegt er að amk annar þeirra sé vírstrengur. Á hornum skulu vera veglegir burðarstaurar með stögum eða stífum á hornum. Girðingarnar skulu vera rafmagnaðar meðan hross eru í þeim og viðvörunarskilti á þeim þar sem vænta má umferðar í kringum þær.  Gaddavírsgirðingar eru stranglega bannaðar.

Eindagi beitargjalds er 10. júní, vinsamlega greiðið fyrir eindaga.