Kirkjureið og guðsþjónusta í Mosfellskirkju sunnudaginn 7. júní kl. 14.00

Hestamenn úr hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ koma ríðandi á fákum sínum til Guðsþjónustu.

Lagt verður af stað frá Naflanum kl 13.00 og riðið verður inn hinn fagra Mosfellsdal að hinum forna og sögufræga kirkjustað Mosfelli. Gætt verður að 2m reglunni.  Allir velkomnir.
Ræðumaður verður Jóhannes Kristjánsson, skemmtikraftur.

Félagar úr karlakór Kjalnesinga munu syngja og leiða safnaðarsöng undir stjórn Þóðar Sigurðarsonar kórstjóra og organista.

Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir

Kirkjuvörður: Bryndís Böðvarsdóttir  
 
Kirkjukaffi verður að athöfn lokinni í boði hestamannfélagsins í félagshúsi þeirra Harðarbóli í hesthúsahverfinu.