Íþróttamót Hrímnis 23./24. maí

Vegna margra fyrirspurna og mikils áhuga hefur verið tekin sú ákvörðun að halda íþróttamót fyrir Harðarfélaga með stuðning frá Hrímni.
 
Það verður lokað íþróttamót helgina 23. - 24. maí. Mótið verður með hefðbundnu sniði, en við áskiljum okkur rétt til að fella niður eða sameina flokka ef skráning verður dræm. Þær greinar sem verða í boði eru:
 
Fjórgangur
V2 Barnaflokkur
V2 Unglingaflokkur
V2 Ungmennaflokkur
V2 2. flokkur
V2 1. flokkur
 
Fimmgangur
F2 Unglingaflokkur
F2 Ungmennaflokkur
F2 2. flokkur
F2 1. flokkur
 
Tölt
T3 Barnaflokkur
T3 Unglingaflokkur
T3 Ungmennaflokkur
T3 2. flokkur
T3 1. flokkur
 
T7 Barnaflokkur
T7 2. flokkur
 
Gæðingaskeið
100m skeið.
 
Skráning fer fram inn á Sportfeng. Skráningargjöld 4500 kr. á hringvallagreinar en 3000 kr. í skeiðgreinar. Skráning er hafin og lýkur mánudaginn 18. maí á miðnætti. Ef skráð er eftir að skráningarfresti lýkur tvöfaldast skráningargjöldin.
 
Covid-19: Til að mótið geti farið fram verðum við að treysta á að keppendur jafnt sem áhorfendur vinni með okkur að fylgja öllum reglum Almannavarna og passi uppá 2 metra regluna.