Horses of Iceland kallar eftir ykkar innleggi! - Rafrænn stefnumótunarfundur 14. maí 

Markaðsverkefnið Horses of Iceland er á tímamótum. Upphaflegi samstarfssamningurinn okkar við ríkisstjórnina, sem var til fjögurra ára, hefur verið framlengdur fram á mitt ár 2021 og við erum að vinna í nýjum langtímasamingi.

Við erum einnig að fara yfir markaðsáætlun okkar, endurskoða markhópa, markaðsaðgerðir o.fl. og köllum eftir ykkar innleggi! Allir þeir sem hafa áhuga á íslenska hestinum, hvort sem þeir eru samstarfsaðilar í verkefninu eða ekki, á Íslandi og erlendis, eru velkomnir með okkur á rafrænt hugarflug.

Opinn fundur verður haldinn á ensku,fimmtudaginn 14. maí kl. 9 (kl. 11 á meginlandi Evrópu). Hafið samband við verkefnastjóra Horses of Iceland, Jelenu Ohm, fyrir frekari upplýsingar:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)" rel="noreferrer" style="box-sizing: border-box; color: rgb(5, 99, 193); text-decoration: underline; background-color: transparent;">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..