Lokahóf heldri hestamanna og kvenna

Lokahóf heldri hestamanna og kvenna fór fram á Uppstigningardag.  Riðið var í Dalsgarð í brakandi blíðu.  Gísli rósabóndi tók á móti hópnum með nýtýnd jarðarber og boðið var upp á veigar í fljótandi formi.  Um kvöldið var grillveisla í Harðarbóli og mættu rúmlega 80 manns og hlustuðu á Tindatríóið sem sló í gegn með frábærum söng.  Hinn landskunni hestamaður Ingimar Sveinsson fór með gamanmál.