Framkvæmdastjóri

Rúnar Sigurpálsson (fyrrum lögga), hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Herði og hefur hann þegar hafið störf. 
Áköllun félagsmanna um ráðningu framkvæmdastjóra hefur verið í umræðunni í nokkurn tíma.  Framkvæmdastjórinn verður í hlutastarfi, en sem slíkur verður hann tengiliður félagsmanna og annarra starfsmanna við stjórn félagsins, sér um daglegan rekstur og fylgir eftir framkvæmdum o.fl.

Rúnar þekkir félagið út og inn, fyrrum formaður og allir félagsmenn þekkja Rúnar.  Stjórn félagsins ber miklar væntingar til nýs framkvæmdastóra og hlakkar til samstarfsins við Rúnar.

Stjórnin