Frá formanni

Viðhald reiðveganna er á ábyrgð Mosfellsbæjar. Að setja afgangsefni sem þetta í reiðveginu, eru alfarið mistök verktakans. Ekki bæjarins né stjórnar félagsins. Árvökulir félagsmenn sendu ábendingar til stjórnar, sem strax hafði samband við bæinn, sem lét lagfæra reiðleiðina á Tungubakkahringnum. Reiðleiðinni var lokað á meðan á viðgerð stóð. Einhverra hluta vegna var "gamla" afgangsefnið sett í hrúgu við reiðveginn og væntanlega gleymst að fjarlægja hann. Ábending um það barst stjórn nýlega og ar Mosfellsbær beðinn um að fjarlæga binginn. Það verður gert síðar í dag eða á morgun. Hluti af þessu efni var borið á nýja veginn meðfram Varmánni. Þeim vegi verður lokað meðan á viðgerð stendur. Nauðsynlegt að fá ábendingar frá félagsmönnum, við erum í þessu saman og öll höfum sömu hagsmuni að gæta.