ATH MIKILVÆG TILKYNNING FRÁ BEITARNEFNDINU

Ástand beitarhólfa afar lélegt

Beitarhólf þau er Hörður hefur til umráða og útleigu til félagsmanna voru skoðuð í morgun af dýragæslumanni Mosfellsbæjar og formanni beitarnefndar. Því miður reyndist útkoman í langflestum tilvika mjög léleg en grasspretta er í flestum tilvika vel undir því sem ætla megi að sé í meðalári.

Samkvæmt viðtekinni venju og reglum ætti að vera heimilt að sleppa hrossunum á sunnudag n.k. sem er 10. dagur mánaðar en sýnt þykir að ekki verði af því. Vorum við sem hólfin skoðuðum sammála um að það þjónaði litlum tilgangi að fara að sleppa hrossunum strax. Beitin er mjög fljót að klárast undir slíkum kringumstæðum og því betra að gefa lakari hólfunum færi á að spretta meira áður en hrossunum er sleppt á þau. Veðurspá er all þokkaleg næstu daga þótt ekki sé von á neinni hitabylgju hér Suðvestanlands. Hitinn skv. veðurspá gæti verið um eða rétt yfir 12°c og vissulega getur ástandið lagast á fimmdögum. Það varð að samkomulagi að fresta sleppingu að sinni en fara aftur og skoða ástandið strax eftir helgi.

Til greina kemur að leyfa þá sleppingu í þau hólf sem eru komin vel á veg í sprettu og jafnvel að aðrir fái að sleppa hrossum í hólf sín að því tilskyldu að settar séu þar rúllur eða stórbaggar en tilkynningar þar um munu berast hér á síðu félagsins um leið og ákvarðanir eru teknar.

Við þurfum því að þreyja þorrann áfram eða öllu heldur hrossin í hesthúsunum nokkra daga til viðbótar.

Kveðja

Valdimar Kristinsson

Formaður beitarnefndar