Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum 24. - 26. mars 2006

Framhaldsskólamótið í Hestaíþróttum verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal dagana 24-26 mars næstkomandi. Þar sem skólar alls staðar af landi munu etja kappi um titilinn stigahæsti skólinn. Mikil skráning er á mótið og er hestakosturinn ekki í verri endandum. Glæsileg verðlaun eru í boði Toyota Selfossi,Hraunhamars og Blends fyrir öll úrslitasætin, einnig fær stigahæsti knapinn gefinn bíl frá Höfðabílum. Við hvetjum fólk til að koma og kíkja á skemmtilega og spennandi keppni. Frítt er inn og veglegar veitingar eru í boði. Kveðja, Framhaldsskólanefndin í Hestaíþróttum