Aðalfundur Harðar

 Aðalfundur hestamannafélagsins Harðar verður haldinn í Harðarbóli 24. nóvember 2011 kl. 20:00

Efni fundarins: 

Lagt er fyrir breyting á 6. grein laga hestamannafélagsins:

6.grein

Stjórn félagsins skipa sjö manns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni sem kosin er beinni kosningu. Skal hún kosin á aðalfundi samkvæmt eftirfarandi reglum. Formaður skal kosin til eins árs og getur verið endurkjörin þrisvar sinnum. Sex meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að þrír gangi úr stjórn ár hvert. Þrír varastjórnarmenn til eins árs sem taka sæti í aðalstjórn eftir atkvæðamagni.

Breyting

6. grein

Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni sem kosin er beinni kosningu.  Skal hún kosin á aðalfundi samkvæmt eftirfarandi reglum.

Formaður skal kosinn til eins árs í senn.

Tíu meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fimm gangi úr stjórn ár hvert. Þá má þó endurkjósa.

Skýring:

Markmiðið með þessum lagabreytingum tvíþætt,  Það fyrra er að formaður geti setið lengur en í 4 ár. Það tekur tvö til þrjú ár fyrir nýjan  formann að ná tökum á starfinu, kynnast fólki innan kerfisins og öðlast traust innan þess.  Það er fyrst á fjórða ári sem róðurinn fer að léttast.  Ef sitjandi formaður er tilbúinn að leggja það á sig að vinna áfram fyrir félagið og félagsmenn og aðalfundur óskar þess eindregið þá er óeðlilegt að lagasetning félagsins banni það.

Annað er að það hefur tíðkast í að minnsta kosti áratug að bæði aðalstjórn og varastjórn er boðuð á stjórnarfundi. Þar vinna allir saman að málefnum félagsins og veitir ekkert af. Það virkar því illa að sumir séu í aðalstjórn en aðrir í varastjórn. Einnig er það óþægilegt og vandræðalegt að þurfa að biðja duglegan aðalstjórnarmann að víkja og færa sig niður í varastjórn þar sem lög félagsins kveða svo um að þrír þurfi að ganga úr stjórn ár hvert.

Lög hestamannafélagsins Harðar