Landsmót 2011

Nú er komið að því, fyrsta landsmót í 3 ár.  Við hvetjum alla Harðarfélaga unga sem aldna að mæta á landsmót að Vindheimamelum í Skafafirði. Þetta verður stærsta landsmót sem haldið hefur verið hvað varðar fjölda skráðra hrossa og í ljósi þess að Landsmót frestaðist um ár vegna hóstans, þá búast menn við að sjá þarna gæðinga sem aldrey fyrr. Hörður verður með yfir 30 hesta í keppni.  Við verðum með tjaldbúðir á afmörkuðu félagssvæði sem er sérstaklega vaktað og ætlast er til að ró sé komin á um miðnætti og bílaumferð óheimil eftir kl. 10.00 á kvöldin.  Þarna verður fjölskylduvæn stemning eins og var á sama stað á Landsmótinu árið 2006.    MÆTUM ÖLL OG HVETJUM OKKAR HESTA OG KNAPA