Reiðskóli fyrir fatlaða

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ, hefur um nokkurt skeið boðið upp á reiðnámskeið fyrir fatlað fólk, aðallega börn, en þó einnig fyrir fullorðna.

Námskeiðin hefjast þann 1. október og er kennt frá kl: 14:45- 15:45 alla virka daga, en á laugardögum frá kl: 10:30 – 11:30

Hvert námskeið er einu sinni í viku og stendur yfir í 10 vikur.

Verð fyrir námskeiðið er Kr: 50.000-

Reiðkennari er Fredrica Fagerlund, en hún er menntuð sem reiðkennari og þjálfari frá Háskólanum á Hólum.  Fredrica er eigandi að reiðskólanum Hestamennt ásamt manni sínum, Sigurði H. Örnólfssyni. Reiðskólinn var áður í eigu Berglindar Ingu Árnadóttur (Beggu), sem hefur nú flutt erlendis til annarra starfa.

Í lok námskeiðs fá þátttakendur kennsluhandbók og viðurkenningarskjal.

Skráning fer fram á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar á Facebook: https://www.facebook.com/reidnamskeid/

Við viljum koma á framfæri þökkum til sjálfboðaliðanna okkar og styrktaraðila, en þeir eru einn af hornsteinum starfseminnar.  Fræðslunefndin er alltaf að leita að fólki sem er til í að gefa af sér og sínum tíma til að vinna með okkur. Eina sem þarf er jákvæðni, áhugi á mannlegum samskiptum og einn til tveir klukkutímar í viku. Ef þú vilt vera sjálfboðaliði eða fá frekari upplýsingar þá sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..41124531_283646825784126_7482434814679711744_n.jpg40950758_1095265837306263_7290907950774747136_n (1).jpg40851938_722934511391867_3602198326809722880_n.jpg41078782_298885007575993_7824018739166183424_n.jpg