Stjórnarfundur 29. ágúst 2022

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

mánudaginn 29. ágúst 2022 kl. 19:30 

Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Ragnhildur Traustadóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir, Rúnar Geir Sigurpálsson. 

 

Dagskrá: 

1. Verkefnastaða 

2. Landsmót 

3. Félagshesthús 

4. Reiðvegamál 

5. Landsþing LH 

6. Önnur mál 

 

1. Verkefnastaða 

Búið er að fara með mörg hlöss af möl og bera í Ístakshringinn, steinbrjóturinn á eftir að koma og brjóta það niður. Steinbrjóturinn fer líka í brekkuna við Æstustaðahlíð hjá tankinum upp að kartöflugörðum. 

Fjármagnið frá bænum hefur ekki enn komið og er ekki enn komin tala um hvað við fáum á næsta ári og ekki búið að greiða reikninga síðasta árs. Óásættanlegar tafir hjá Mosfellsbæ, verið er að íta á eftir fundum um þessi mál. 

Þarf að ýta á eftir lýsingunni sem búið var að lofa frá bænum. 

Íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar kemur í heimsókn næstkomandi fimmtudag kl 16:30 og kynnir sér starfið hjá félaginu, þá sérstaklega íþróttastarfið. 

Mikið hefur borið á að hross hafi verið að sleppa úr girðingum í sumar. Stjórn verður að finna lausn á því máli til að draga úr þessu vandamáli 

Hringgerðið 

Spurningar hafa borist frá teiknaranum til byggingarfulltrúa sem Sigurður Örnólfsson hefur komið til skila og beðið er eftir svari. Þegar teikningarnar eru komnar inn er hægt að byrja að búa til púðann. Búið er að finna hringgerði sem er flutt inn frá Hollandi og kemur maður með því sem setur það upp á 5 dögum. Kostar það 8-9milljónir. 

Jón Geir hafði samband við mannvirkjanefnd LH til að fá stöðuúttekt á vellinum hjá okkur. Enn á eftir að fá svar frá honum hvenær þeir geta komið. 

Panta nýja inngangshurð í reiðhöllina og setja á hana fallvörn. Forgangsmál að koma henni í gagnið. 

Skoða þarf gólfið hvort þurfi að bæta spæni í gólfið. 

 

2. Landsmót 

Rakel og Ragnheiður gerðu góða hluti með krakkana á mótinu. Keyptar voru peysur á krakkana og hvert barn var styrkt um 20þ í ferð og hesthúshald. Fengum styrk úr afrekssjóði sem notaður var í þetta. Þarf að funda sérstaklega með undirbúning fyrir næsta landsmót til bæta kennslu og aðstoð keppenda fyrir mótið. 

 

3. Félagshesthús 

Vantar að fara yfir tekjurnar. Kostnaðurinn á verkefninu var 2.9milljónir. Fékk starfið 700þ frá bænum og voru tekjur þess sirka 1.25milljónir. Á eftir að taka saman nákvæmari niðurstöðu á kostnaði og tekjum. Þjónusta við krakkana var full mikil og er til skoðunar að það verði einn kennari þeim innan handar og þau sæki sér svo námskeiðin sjálf sem eru í boði. Þannig samalagast þau líka betur krökkunum í hverifnu. 

Þeir krakkar sem voru í fyrra fá forgang inná næsta ár. Breyting er á að við sköffum þeim ekki hesta heldur þurfa þau að fá þá lánaða sjálf. 

 

4. Reiðvegamál 

Vantar enn að fá leyfi til að færa reiðveginn niðurfyrir Skiphól. Boltinn hjá okkur að skrifa bréf til Minjastofnunar, Anna Lísa er með það verkefni í vinnslu. 

Vantar framkvæmdarleyfi til að taka upp ræsin sem eru of stutt og hrynur því alltaf úr veginum. 

Einnig þarf tálma við hjólastíginn sem kemur út á reiðstíginn hjá gamla Kíwanishúsinu. 

Við endann á reiðveginum við Tungubakkavöllinn er að safnast meira og meira af vögnum og jafnvel trailerum. Þarf að láta bæinn vita af þessu og athuga hvað þeir geta gert í málinu því mikil hætta stafar af þessu fyrir hestamenn. 

 

5. Landsþing LH  

Er fyrstu helgina í 4. – 6. Nóvember. Er haldið í Reykjavík í ár og má félagið senda 6 fulltrúa. 

Sonja, Jón Geir og Magga eru búin að ákveða að fara. Þurfum að skoða hvort við viljum fara með eitthvað erindi inn á landsþing. 

 

6. Önnur mál 

 

Helga í Blíðubakkahúsinu vantar að tæta upp gólfið í reiðhöllinni og ætlar félagið að bjóða honum að leigja græjuna sem félagið á og Rúnar með. 

Tillaga frá formanni um að breyta nafninu á “Vallar og reiðhallarnefnd” í “Mannvirkja og umhverfisnefnd”. Var það samþykkt af stjórn. 

Mannvirkja og umhverfisnefnd þyrfti að fara í samstarf við Hesthúsaeigendafélaginu að fólk haldi hesthúsunum og umhverfi þar í kring snyrtilegu. 

Til skoðunar er að fjölga kerrustæðum. Tillaga var lögð fram á fundi um breytingu og er hún til skoðunar 

Ekki var fleira rætt á fundinum 

Fundi slitið 21:24 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir