Stjórnarfundur 19. apríl 2021

 

 Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

mánudaginn 19. apríl 2021 kl. 17:30 

Mætt: Margrét Dögg, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Einar Guðbjörnsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson, Rúnar Geir Sigurpálsson, Sonja Noack, Magnús Ingi Másson, Ragnhildur Traustadóttir. 

Dagskrá: 

1. Sumardagurinn fyrsti 

2. Bréf til Mosfellsbæjar 

3. Beitarúthlutun og skipulag 

4. Mótahald og völlur 

5. Reiðvegir 

6. Framkvæmdir samgöngustíg 

7. Reiðhöllin 

8. Önnur mál 

 

1. Sumardagurinn fyrsti 

 

Hreinsunardagurinn verður sumardaginn fyrsta og verður grillað í lokinn. Grillið verður við Harðarból og verður hugað að sóttvarnarreglum varðandi eldun og afhendingu veitinga. Rúnar framkvæmdarstjóri heldur utanum hvert fólk fer að týna rusl. 

2. Bréf til Mosfellsbæjar 

 

Magga Dögg og Anna Lísa fara í það saman að semja bréfið til bæjarins varðandi að fá upplýsingar um skipulagsmál og önnur málefni sem standa til fyrir hestamannafélagið. 

3. Beitarúthlutun og skipulag 

 

Kominn er listi yfir þá sem eru búnir að sækja um og er verið er að fara yfir listann. Meðlimir stjórnar sem ætla að taka að sér skipulagið hittast sér og vinna úr umsóknunum og fara yfir girðingamál. 

4. Mótahald og völlur 

 

Litli reiðvöllurinn er ekki í góðu standi og þarf að bera í hann efni. Vallarnefnd fer í að laga bönd og grindverk á hreinsunardeginum og laga það sem þarf að laga á báðum völlunum. Rúnar framkvæmdarstjóri fer í málið að fá efni í völlinn og laga hann. 

Stefnt er að halda firmakeppnina 2. maí þetta árið því Fákur ætlar að heimsækja Hörð laugardaginn 1. maí. 

Borist hefur fyrirspurn um af hverju hefur verið að flytja mótin miðað við það sem áður hefur verið og er tilgangurinn með því að reyna að auka þátttökuna á mótunum. 

 

5. Reiðvegir 

 

Mosfellsbær hefur sjóð sem má nýta í viðhald á reiðvegum og er vel vilji fyrir því að láta þann pening fara í að laga Skammadalsleiðina sem liggur frá Reykjum yfir að Helgafellslandi, þar sem stórir djúpir pollar eru komnir, og Akrabrautina sem er mjög illa farin. Einnig þarf að laga spotta undir Æsustaðahlíðinni og brekkuna niður að tankinum frá þeim stíg. Fjármagnið mun ekki duga í þetta alltsaman en hægt er að hafa þetta á stefnunni fyrir næstu árin að koma þessum köflum í lag. 

6. Framkvæmdir á samgöngustíg 

 

Nú stendur til að fara í framkvæmdir á ræsinu á reiðveginum og verður gerð hjáleið með fótboltavellinum. Enn á eftir að fá lokasvar frá bænum hvenær farið verður í framkvæmdina. 

7. Reiðhöllin 

 

Búið er að kanna hvort furuflísin sé eitruð og er niðurstaðan sú að hún er það ekki. Fyrirtækið er með vottaða framleiðslu og er engin mengun sem kemur af furuflísinni. 

Jón Geir og Kjartan eru að vinna í því að setja inn ábendingarhapp á heimasíðuna þar sem félagsmenn geta sett inn ábendingar hvað mætti betur fara, slys eða næstum því slys svo hægt sé að halda skrá um þau og bæta það sem betur mætti fara. 

Erfiðlega gengur að komast í samband við þá sem eru að flytja inn herfinn sem félagið ætlar að festa kaup á fyrir gólfið í reiðhöllinni og ætlar stjórn að fara sjálf í það að flytja hann inn. 

8. Önnur mál 

 

Búið er að aflýsa Æskan og hesturinn. Hugmynd kom frá æskulýðsnefnd um að vera með dag fyrir krakkana þar sem þau geta sýnt atriðið sitt fyrir foreldrum og félagsmönnum. Ekki er komin dagsetning á það en stefnt er á að halda það einhverntíman í maí. 

Sonja ætlar að tala við Ragnheiði varðandi að panta dót í reiðhöllina sem hægt er að nota í reiðkennslu. 

Fleira var ekki rætt á fundinum 

Fundi slitið 19:05 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir