Stjórnarfundur 16. mars 2021

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

þriðjudaginn 16. mars 2021 kl. 17:30 

Mætt: Margrét Dögg, Ragnhildur Traustadóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Einar Guðbjörnsson, Magnús Ingi Másson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson, Rúnar Þór Guðbrandsson og Sonja Novack. 

Dagskrá: 

1. Reiðhallarmál 

2. Keppnisvellir og lokun 

3. Sóttvarnarreglur 

4. Félagshesthús, næsta skref 

5. Opna fyrir beitarumsóknir 

6. Áburður 

7. Önnur mál 

 

1. Reiðhallarmál 

 

Komin tvö bretti af furuflís til að setja í höllina. Verður dreift úr henni lok vikunnar. Verið er að skoða herfi sem myndi henta vel fyrir gólfið í reiðhöllinni og ætlar félagið að panta svoleiðis tæki. 

Búið er að taka til á svæðinu fyrir framan í reiðhöllinni. 

Búið er að finna keilur til að nota í reiðkennslu og var það samþyggt hjá stjórn að fjárfesta í þeim. 

2. Keppnisvellir og lokun 

 

Hugmynd er að loka keppnisvellinum yfir veturinn fyrir allri umferð vegna skemmda sem koma í umhleypingum á þeim tíma við of mikið álag og erfitt er að lagfæra fyrir vorið þegar völlurinn er notaður. Rúnar framkvæmdastjóri fer í þessa vinnu, athugar með lagfæringar og tíma til þeirra og lokar vellinum. 

3. Sóttvarnarreglur 

 

Sóttvarnarreglur gengu vel á mótinu síðustu helgi. Allir skráðir inn sem komu að horfa á og allir með grímu. 

4. Félagshesthús, næsta skref 

 

Verið er að leita að hesthúsi til að leigja undir starfsemina. Rúnar Þór, Magga, Einar og Sonja ætla að taka þetta verkefni að sér. Hugmynd kom að setja auglýsing í Mosfelling til að athuga með áhugann á að leigja pláss í félagshesthúsi. Þá er hægt að áætla hversu stórt hesthús er verið að leita að og ef áhuginn er mikill þá er hægt að ýta frekar á sveitafélagið með að endurmeta stöðuna með styrk fyrir 

Blíðubakkahúsinu. Önnur hugmynd er að nýta eina lóð til að byggja félagshestús og er þriðja hugmyndin að byggja hesthús viðbót við reiðhöllina með lítilli reiðhöll. 

5. Opna fyrir beitarumsóknir 

 

Kominn tími á að opna fyrir beitarumsóknir. Þær verða opnar til 15. apríl. Úthlutun verður skilað 1. maí. Áburði verður útdeild í kringum 10. maí. Magga ætlar að skrifa auglýsinguna og Sonja birtir hana á vefnum. 

6. Áburður 

 

Komin eru tvö tilboð fyrir áburð frá Líflandi og Fóðurblöndunni. Magga Dögg og Rúnar framkvæmdarstjóri ætla að ganga frá þessu máli. 

7. Önnur mál 

 

Samið verður við Guðrúnu og Óskar um að halda utanum leigu á salnum, sýna hann, skrá greiðsluseðla og sjá um veislur. 

Meðan klósettin eru ekki komin í rétt horf vegna framkvæmda verður slegið aðeins af leigunni á salnum. 

Íþróttafélögum og félagastörfum stendur til boða að fá starfsmann af atvinnuleysiskrá í 6 mánuði og greiðir ríkið þeim laun. Stjórn ætlar að leggja höfuðið í bleyti með verkefni sem starfsmaðurinn gæti unnið og verður skoðað hvort þetta myndi hennta félaginu. 

Búið er að finna yfirbyggt hringgerði sem hægt er að fá á 9.5 milljónir fyrir utan reisingu. Er vert að skoða það þegar litla gerðið verður tekið. 

Fleira var ekki rætt á fundinum. 

Fundi slitið 18:54 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir.