Stjórnarfundur 14. janúar 2021

 

 Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

fimmtudagur 14. janúar 2021 kl. 17:30. 

Mætt: Hákon Hákonarson, Ragnhildur Traustadóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Haukur Níelsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Rúnar Sigurpálsson, Einar Guðbjörnsson. Gíga Magnúsdóttir og Rúnar Guðbrandsson boðuðu afföll. 

Dagskrá: 

1. Aðalfundur 

2. Önnur mál 

 

1. Aðalfundur 

 

Vonast var til að rýmkun fjöldatakmarkana yrði nægilega til að halda aðalfundinn 14.1.21, en honum var frestað til 27.1.21. kl 20.30 til að hægt sé að undirbúa betur fyrir fjarfundabúnað. Fundurinn verður haldinn í hólfaskiptri reiðhöllinni og er áætlað að hægt sé að hafa þar 60 manns, á eftir að fá staðfestingu á fjölda. 

Fundurinn verður auglýstur á netinu með allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag. Fólk þarf að skrá sig ef það ætlar að vera með á fundinum í gegnum teams. Skýrsla stjórnar og reikningar ásamt öðrum gögnum til upplýsinga verður birt á netinu og getur fólk nálgast það þar til að lesa. Tillaga um hækkun félagsgjalda verður einnig auglýst áður. 

Ákveðið var að halda æfingarfund fyrir aðalfundinn til að prófa fjarfundabúnaðinn svo ekkert vesen verði á aðalfundinum sjálfum. 

Nýir stjórnarmenn sem bjóða sig fram eru Jón Geir, Aðalheiður, Magnús Ingi og Margrét Dögg sem formaður. Þeir sem ganga út eru Gígja, Haukur og Ólafur Haralds. Ef koma mótframboð verður hægt að kjósa leynilega í gegnum teams og miðum veður dreift á fundinum sjálfum. 

2. Önnur mál 

 

Rætt var að Húseigendafélagið ætti að hafa það hlutverk að sjá um sorpið í hverfinu. Sérstaklega hvað varða plastið. Hægt væri að hafa læstan gám og aðili vaktar hann þegar hann er opinn svo fólk sé ekki að henda öðru. 

Búið er að samþykkja nýja deiliskipulagið og er næst á dagskrá að úthluta lóðum. Óskað var eftir að úthlutun yrði það snemma þannig að menn geti byrjað að byggja strax eftir sleppingar að vori. 

Hákon formaður ætlar að kannað hvort félagið fái tekjufallsstyrk vegna tekjutaps á liðnu ári. 

Fleira ekki rætt á fundinum 

Fundi slitið 18:30 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir.