Stjórnarfundur Harðar, 30. janúar 2018

FUNARGERÐ STJÓRNARFUNDAR HESTAMANNAFÉLAGSINS HARÐAR

Dagsetning:    30.01.2018

Staður:            Harðarból

Tími:                17:30-20:00

Mættir:           Hákon Hákonarson, Ragnhildur Traustadóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Gunnar Valsson og Erna Arnardóttir, Kristinn Már Sveinsson.

Fjarverandi:    Haukur Níelsson

 

 

Efni fundarins

Ákvörðun

Ábyrgur

 

1

Endanlegt viðburðadagatal:

Náttúrureiðin verður að vera daginn fyrir Kirkjureiðina. Erindi frá Séra Arndísi Linn um að halda árlega Hestamessu þann 26. Maí. Hákon mun bjóða Fáki að koma 5. Maí þó að það sé sama helgin og íþróttamót Harðar verður haldið. Planið er að taka á móti Fáksfélögum í Reiðhöllinni og nota helming gólfsins á móti hálfum upphitunarvelli ef veður hamlar útikaffi. Félagsmenn Harðar verða hvattir til að koma með borgandi gesti í kaffið, enda er um mikilvæga fjáröflun að ræða fyrir Hörð.

Hákon hefur samband við Fák um dagsetningu og mun svara séra Arndísi Linn um kirkjureið þann 26.maí.

Laga þarf dagsetningu Fákskaffis á heimasíðu Harðar.

   

2

Fulltrúar á UMSK þing:

UMSK þing 2018 verður haldið þriðjudaginn 13. febrúar kl. 18:00 í Golfskála GKG í Garðabæ.   Hörður á rétt á að senda 1 fulltrúa fyrir hverja 100 félaga 16. ára og eldri.  Auk fulltrúa stjórnar verður Auði Sigurðardóttir forstöðumanni  fræslustarfs fatlaðra og Sædisi Jónasardóttur formanni æskulýðsnefndar Harðar boðið að sækja þingið.

Hákon mun mæta fyrir hönd Harðar og Erna ef hún kemst vegna vinnu.

Hákon mun bjóða Auði og Sædísi sæti á þinginu.

   

3

Samstarfsamningur Harðar og Mosfellsbæjar:

Drög að samningi var ræddur á síðasta fundi stjórnar og aftur var farið yfir drög að samstarfssamningi.

Framlag til barna og unglingastarfs var rúmlega 3 milljónir með tilliti til þátttakendafjölda barna og unglinga. Óskað var eftir staðfestingu á fjölda þátttakenda 2018. Skýrsla barna og unglinganefndar send til bæjarins.

Styrkur til líkamsræktar í formi aðgangskorts í Eldingu líkamsrækt stendur börnum og ungmennum til boða.  Ákveðið var á fyrri fundi stjórnar hvernig verður auglýst, valið og úthlutað.

Framlag í formi styrkjar fyrir afreksfólk, u.þ.b. 5 millj króna fyrir bæði fullorðna, börn, unglinga, ungmenna til þátttöku í keppni Auði Sigurðardóttir forstöðumanni  fræslustarfs fatlaðra verður boðið að sækja þingið og Sædisi Jónasardóttur formanni æskulýðsnefndar Harðar.

Fáum styrk í formi vinnuafls úr unglingavinnunni til að nýta í sumarframkvæmdir fyrir hestamannafélagið.

Hákon mun gera athugasemd við samningsdrög um að styrkur til nota á eigin mannvirkjum fylgi ekki sömu vísitölu og aðrir styrkir.

Þá hefur einnig verð sótt um framkvæmdastyrk upp á 5,5 milj vegna nýja loftræstikerfisins.  Bæjarstjóri svarar ekki ítrekuðum bréfum formanns um svar frá bænum.  Núna eru sveitarstjórnarkosningar í vor og nýta þarf tækifærið núna til að ýta á bæjarstjóra.

Hákon biður Sonju að setja á vefinn upplýsingar um umsóknir um líkamsræktarkort.

   

4

Nýr rekstaraðili – Umsókn:

Ungar stúlkur, Herdís Sigurðardóttir auk Telmu Rutar Davíðsdóttur, Erlu  Daggar og Ástu Bjarkar sótt um að fá leyfi til að reka 13  hross á miðvikudagsmorgnum kl. 08:00.  Stjórnin samþykkir beiðnina, svo fremi að þær séu allar í félaginu og séu opnar fyrir að hleypa fleirum inn í hópinn.  Þær munu skrifa undir rekstarsamning eins og aðrir rekstaraðilar. Valdimar, Elías og Eysteinn hafa þegar skrifað undir samning.

Talsmaður rekstarhópana lagði til 8.000 krónur á mánuði fyrir hvern hóp í rekstargjald. Stjórn samþykkir það.

Reiðveganefnd gerir athugasemdir um akstur Ístaksbíla á vegum bæjarins á Tungubakkavegi.Reiðveganefnd mun gera kröfu til bæjarins um að þetta veðri lagfært.

Hákon gerir samning við þær.

   

5

Framkvæmdir:

Kerrustæði: Sæmundir Eiríksson er að teikna fyrir félagið skipulag kerrustæðis.
Gólf í Reiðhöll: Hilmar hefill  heflaði með þeim árangri að gólfið er allt að því hættulega misþétt, með harða flekki og ofurmjúka á víxl.   Hákon ætlar að fá Nonna Bobcat til að meta stöðuna til að laga.

Hiti í Reiðhöll: Við frostmark þar inni eftir að nýja loftræstikefið var sett á hálf afköst. Tæki í þularstúlku liggja undir skemmdum. Þarf rafmagnhita þar til að varnar skemmdum á rafeindatækjum.  Mikilvægt að setja hita undir áhorfendastúkuna þegar styrkur vegna framkvæmda fæst til þess arna.

Harðarból: Loftræsting í eldhúsi er í hönnun og smíðum.  Verður að vera gott veður til að framkvæmdir geti hafist.

Speglar í Reiðhöll : Leita þarf tilboða hjá Samverki á Selfossi.

Yfirbygging á tamningatunnur: Tunnurinar eru á vegum félags hesthúseigenda og hestamannafélagið sér ekki um yfirbyggingu á þeim. Anna Lísa benti á að í skipulagi svæðisins er gert ráð fyrir þriðju tamningatunninnu á bílastæðinu fyrir neðan reiðhöll.

Sandkassi:

     

6

Önnur mál:

Bókun í reiðhöll: Á laugardögum frá kl. 10:30-11:30 eru tvö námskeið í gangi í höllinni í einu fram á vor.  Fatlaðrastarfið og reiðnámskeið fyrir fulllorðna. Rætt að enn væri í gildi reglan um að reiðhöllin yrði alltaf að hálfu opin fyrir félagsmenn.  Fatlaðrastarfið hefur fengið að vaxa án aðkomu stjórnarinnar á umfangi þess og sjö námskeið í viku, þar af eitt á prime-time í reiðhöllinni á laugardegi er eitthvað sem er ekki samþykkt af stjórninni til frambúðar.

Konukvöld Harðar: Á hvers vegum er það? Fjáöflunarstarf fyrir fræðslunenfd fatlaðra. Setja inn í viðburðadagatalið.

Umgengni um reiðhölll og skyldur starfsmanns:  Starfsmaður á að halda reiðhöllinni snytilegri og þrifinni skv. starfslýsingu. Misbrestur á því verulegur. Formaður ræðir við starfsmann um umbætur.

Fundur með reiðveganefnd: Rúnar fór á fund nefndarinnar í gær og rætt var um lýsingu út á Blikastaðanesið og umræður um það.  Reiðveganefnd telur meira áríðandi að lýsa upp Tungubakkahringinn en það er Harðar að ákveða forgangsröðina.  Lýsing Tungubakkavegar kostar 20-30 milljónir. Hákon benti á að við getum ekki valið, bærinn er við stjórnvölin og ræður forgangsröð.  Reiðveganefnd sendi skilaboð með Rúnari að gott væri að fá 3-4 staura til að lýsa upp veginn frá hesthúsahverfinu að núverandi  lýstum kafla á Tungubakkavegi. Stjórnin sammála um að sæjast eftir því til að byrja  með en halda til steitu ósk um lýsingu á tungubakkahring, en  leggja ekki áherslu á lýsingu á Blikastaðanesið þó að við fögnum að sjálfsögðu.

 

     

8

Kvartanir á vefnum Harðarkonur:

HKr hefur startað unmræðum í facebook hópnum Harðarkonur þar sem kvartað hefur verið yfir ýmsu. Hákon hefur svarað formlega og bent á að senda allar umkvartanir og ábendingar framvegis á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og mun þeim verða svarað.

 

Málið afgreitt

 

7

Framtíðarsýn um nýtt hesthúsahverfi:  Á fundinn mæta Sæmundur Eiríksson og Sigðurur Örnólfsson til að ræða framtíaðrsýn um nýtt hverfi og úthlutun lóða.

Bryndís Haraldsdóttir formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar og alþingismaður fer fram á að Hörður komi með 20 ára framtíðarsýn um uppbyggingu hesthúsahverfisins.   Við teljum vera pláss fyrir 12-15 hús á sæðinu m.a. vegna flutnings Sorpu annað. Nýjar kröfur um fermetrafjölda á hesta í nýjum hesthúsum.  Flótti hefur verið úr hverfinu, því erfitt er að fá leigt og ekkert byggt.  Ólafur Melsteð skipulagsfulltúi Mosfellsbæjar hefur áhuga á málinu og sér fyrir sér tvö hús í brekkunni fyrir neðan Sorpu.

     
         

9

       

10

       
 

Fundartími stjórnar:

 

Fyrsti þriðjudagur mánaðar kl. 17:30

Allir stjórnarmenn