Stjórnarfundur Harðar, 6. desember 2016

Stjórnarfundur Harðar, 6.desember 2016
Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Hákon Hákonarson (HH), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS),  , Alexander Hrafnkelsson (AH), Rúnar Guðbrandsson (RG), Gígja Magnúsdóttir (GM), Ragnhildur Traustadóttir (RT) og Gunnar Valsson (GV) .

  1. Harðarból.
    Frestun á parketlagningu í Harðbóli fram yfir áramót.
    Hljóðkerfi: verið að skoða þau mál.

  1. Bankamál varðandi reiðhöll
    Verið að vinna í þeim málum

  1. Fundur með íþrótta og tómstundarnefnd Mosfellsbæ
    Síðastliðin þriðjudag var fundur með nefnd Mosfellsbæjar og farið yfir starfsemi æskulýðsnefndar. Fundurinn gékk vel.

  1. Fjármál félagsins
    Farið verður yfir fasta fjármuni félagsins á næsta fundi.

  1. Boð frá Mosfellsbæ
    Fengum boð á verkefni Sýnum karakter, ætlum að koma þeim skilaboðum til æskunefndar og reiðkennara.

  1. Tekið fyrir bréf frá UMFI     
    Kynning á verkefni frá UMFI um íþróttaiðkun barna af erlendum uppruna. HH og RG ætla að fara á fund með UMSK. Einnig ætla þeir að fá upplýsingar um hvers konar styrki þeir eru að veita og hverjir eiga rétt á því.

  1. Bréf tekið til skoðun v/Kjalarnes/Hof
    Verður áframsent á stórn og Sæmund formann reiðveganefndar.

  1. Fundur með formanni beitarnefndar
    HH átti fund með formanni beitarnefndar varðandi úttekt beitarhólfa og um vörslugjald fyrir hross. Formaður beitarnefndar mun funda með stjórn og kynna þetta nánar á næstu dögum.

  1. Nefndir
    Verður að klára að skipa í nefndir og þau verkefni sem eru í gangi á hverri fyrir sig.

  1. Heimsíða
    RG búin að tala við Kjartan vegna heimasíðumála. Samþykkt var að fara út í að einfalda innsetningar gagna og verðu greitt fyrir það 100.000 krónur.

  1. Lyklamál Harðarból
    Ákveðið að skipta um skrá á Harðarbóli og fækka þeim lyklum sem eru í umferð.

  1. Starfslýsingar nefnda.
    Farið yfir starfslýsingar starfsmanna Harðar.

  1. Lyklamál reiðhallar
    Rætt um verð á lyklum í reiðhöll.
    Samþykkt var að hækka árslykill  allan daginn í 60.000
    Árslykil eftir 16:00 12.000
    Mánaðarlykill allan daginn 15.000
    Mánaðarlykill eftir 16:00  3.500

  1. Boða fund
    HH falið að boða fund með Sæmundi í samgöngunefnd og Gunnari Erni varðandi skipulagsnefnd.

Fleira ekki fært til bókar.
Fundarritari: OÝS