Stjórnarfundur Harðar, 12. apríl 2016

Stjórnarfundur Harðar, 12. apríl 2016 Haldin að Varmárbökkum

Mætt eru: Jóna Dís Bragadóttir (JDB), Oddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), , Alexander Hrafnkelsson (AH), Haukur Níelsson (HN), Sigurður Guðmundsson (SG), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞÞ), Ragnhildur Traustadóttir (RT) og Ólafur Haraldsson (ÓH).

  1. Fundargerðir síðasta stjórnarfundar samþykkt.

  2. Heimsókn frá formanni Adams Óðinn Elísson formaður Adams kom og kynnti fyrir stjórn þá hugmynd um að laga og endurbæta reiðstíg við Esjuna og bað um stuðning stjórnar Harðar að þessu verkefni. Stjórn Harðar samþykkti að styðja þetta verkefni.

  3. Heimsókn frá Sæmundi í reiðveganefnd. Sæmundur kom og sýndi stjórn þau skilti sem væri verið að útbúa fyrir reiðvegi á svæði Harðarmanna ásamt

  4. Bankamál vegna fjármögnunar á reiðhöll Verið að skoða þetta mál áfram

  5. Jakkamálin Stjórn ákveður að boða til félagsfundar vegna jakkanna.

  6. Grill, firmakeppni og hreinsunardagur Verður sumardaginn fyrsta RT sér um að panta hamborgara og meðlæti. RT og GS sjá um að safna fyrir firmakeppni. JD pantar verðlaun

  7. Fundur með Mosfellsbæ JD og Hákon Hákonarson fóru á fund með bænum og rædd voru ýmis umhverfismál.

  8. Önnur mál. JD sagði frá heimsókn „eldri borgara“ hittingur nr 2 og mættu ca 40 manns. Mikil ánægja með þennan viðburð og stefnt að næsta hitting 1 maí. Ný vallarnefnd tekin til starfa til að hugsa um gólf í reiðhöll og út á hringvelli.

Harðarbólsnefnd fundaði í síðustu viku og voru rædd ýmis mál er varðar Harðarból, borðbúnað, stóla og fleira. Búið er að eyrnarmerkja peninga í ákveðin verk hér í Harðarbóli.

Erindi frá Guðlaugi Pálssyni kom vegna keppni í unghrossakeppni, stjórn skoðar.

Erindi var tekið fyrir sem kom frá Valdimar, stjórn skoðar þessi mál.

Fleira ekki fært til bókar. Fundarritari: OÝS