Almennt reiðnámskeið minna/meira vanir - 6 skipti

Almennt reiðnámskeið minna/meira vanir - 6 skipti

farið verður í:
- allan grunn, umgengni við hestinn og almenn öryggisatriði
- ásetu, sjórnun og aukið jafnvægi
- reiðleiðir, umferðareglur í reiðhöllinni og fjölbreytt þjálfun
- nemendur læri að þekkja gangtegundirnar
Hentar vel krökkum sem hafa mikinn áhuga á hestum og vilja aukinn skilning og þekkingu á almennri þjálfun ásamt því að ná lengra með hestinum sínum. Farið verður í að auka jafnvægi knapa og hests, ná yfirvegaðari og einbeittri reiðmennsku með nákvæmar og léttar ábendingar. Þrautir og leikir á hestbaki.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.

Ef það er lítið skráning verður bara 1 hópur.

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Kennt einu sinni í viku á þriðjudögum, kl 1730-18(minna vanir) og 18-1830(meira vanir), 6 skipti.

Dagsetningar 2024
16. janúar
23. janúar
30 janúar
06. febrúar
13. febrúar
20. febrúar

Verð: 14000kr

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur370080599_1511289432954058_880413054712686507_n.jpg

 

 

 

BLING-föndurnámskeið - æskulýðsnefdn

Góðan daginn,
Æskulýðsnefnd Harðar verður með BLING-föndurnámskeið fimmtudaginn 7. desember næstkomandi í Harðarbóli.
Þátttakendur gera sitt eigið skraut á hestinn undir leiðsögn. Hver og einn fær ennisól sem hann skreytir sjálfur með kristals steinum (og miðast verðið við það) Hver og einn fær að taka með sér heim það sem hann hefur gert og möguleiki er að kaupa höfuðleður og múla í stíl. Námskeiðið tekur um tvær klukkustundir og hentar flestum frá 10 ára aldri (en ef börnin eru yngri en 10 ára þurfa þau að vera í fylgd fullorðinna).
 
Hámarksfjöldi eru 10 þátttakendur og það þarf að skrá sig fyrir 5. desember með því að senda tölvupóst á Hrafnhildi: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda sms í síma 698-0999. Taka þarf fram fullt nafn þátttakanda og aldur.
 
Kvöldið verður tvískipt :
12 ára og yngri : kl. 17:00-19:00
13 ára og eldri : kl. 19:30 – 21:30
 
Námskeiðið kostar 7000 kr. per þátttakanda. en æskulýðsnefnd Harðar ætlar að niðurgreiða 2000 kr. á mann þannig að kostnaður er 5000 kr. Best væri ef hver og einn gæti komið með peninginn með sér eða lagt inn á Hrafnhildi fyrirfram kt. 210282-2979 og reikningsnr. 0549-14-602600 og setja nafn barns í skýringu til að staðfesta plássið.
400686190_1058567918490736_4044847081023022477_n.png 403612212_347089421290758_6892109249567293464_n.png 403394871_905145464512975_8804325203540149135_n.png
 
 

Hindrunarstökk - Sunnudaginn 03. desember - Æskulýðsnefnd

Æskulýðsnefnd Harðar kynnir:

Hindrunarstökk - Sunnudaginn 03. desember

Við förum yfir grunnatriði hindrunarstökks og byrjum svo hægt og rólega.

Fyrst bara hestarnir sjálfir til að venja þá á og svo með knapa á bakinu.

 Hækkum hindranirnar svo smám saman bara eins og hver og einn treystir sér til. Námskeiðið er í 45min og byrjar klukkan 11:00.

Ef skráning er góð verður hópnum skipt í tvennt og seinni hópurinn byrjar þá klukkan 11:45. Verð: 1300kr

ATH: Ef hesturinn þinn er enn út í haga er möguleiki að fá hest í láni hjá Hestasnilld - hafið samband beint með Sonju í messenger eða 8659651. - Fyrstur kemur fyrstur fær

Kennari á námskeið er Nathalie Moser, sem er umsjónarmaður félagshesthús.

Vonumst til að sjá sem flesta! Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

Ath: Námskeiðið er innifalið í "Haustþjálfun Harðarkrakkar - vikuleg námskeið" og félagshesthús.

371454253_1049311849532861_8943927671448244982_n.jpg

 

 

 

Aðventukvöld 60 plús

🌲🎄🌲 
 
  • Hestamenn í Herði
  • 60+
  • Aðventukvöld í Harðarbóli
  • fimmtudaginn 14. desember 2023.
  • Dagskrá og tilhögun tikynnt þegar nær dregur.
  • Takið daginn frá.
  • Með góðum kveðjum og tilhlökkun
  • nefndin.

Haustþjálfun Harðarkrakkar - 2.umferð

Nú hefst fljólega næsta umferð á þessu nýju námskeið ð - og er tækifæri að bætast við hópinn.
Aldur er ca 10-15ára (reynum að hópa eftir aldri ef það verða nógu margar skráningar).
Námskeiðið er byggt upp á bæði verklegum tímum 1x í viku (miðvikudagar) og annað hvert helgi verður námskeið með mismunandi áherslur sem tengist svo í verklega hluta vikurnar.
Verklegir tímar fara fram í Reiðhöll Harðar á eftirfarandi dagsetningum (miðvikudögum) - verklegt kennslu er tengd helgarfjörhlutinum (sjá hér neðar):
22.11.
29.11.
06.12.
13.12.
20.12.
Það verða helst bara 4-5 í hóp og er tíminn 45min á hvern hóp
Tímasetningar fara eftir skráningum en eru á milli kl 17-19
Kennari verklegt: Thelma Rut Davíðsdóttir enn Helgar geta verið mismunandi eftir þema.
 
Helgarfjör – þar erum við með námskeið aðra hverja viku sem verður opið fyrir önnur börn/unglinga/ungmenni utan námskeiðs til að bóka sig í á vægu verði (fylgir með fyrir þau sem eru skráð á allt námskeiðið). Krakkarnir í félagshesthús eru líka með.
19.11. sunnudagur - Þrautabrautkennslu með Thelmu Rut 
3.12. sunnudagur - Hindrunarstökk með Nathalie Moser
17.12. Þrif á reiðtygi - mikilvægt umhirðu - með Nathalie Moser
 
 
Verð á hvern þáttakanda er 18000 kr
 
 
 
 

Framundan í Æskulýðsnefndinni

Góðan dag

Uppskerahátíð er enn með óákveðin dagsetningu þar sem við biðum enn eftir Knapamerkjaskjölum frá Hólum.

Haustþjálfun Harðarkrakkar - námskeið fer af stað í 2.umferð 22.nov og skráninginn er opin hér.

3.12. sunnudagur - Hindrunarstökk með Nathalie Moser
10.12. sunnudagur - Heimsókn til Benedikt Ólafsson - Heimsmeistari í Ólafshaga í Mosfellsdalnum
17.12. Þrif á reiðtygi - mikilvægt umhirðu hnakka og beisla - með Nathalie Moser
 
Það er fullt af fleirum skemmtilegum viðburðum í vinnslu!

Endilega skrá ykkur - ef þið eru ekki með hest á húsi ennþá - þá má heyra í Sonju í Hestasnilld 8659651.
 
Bestu kveðjur
Sonja Noack
Yfirreiðkennari Harðar
 
th.png

Áhættuþættir knapa á reiðleiðum

Hestamanneskjur á höfuðborgarsvæðinu, viljið þið vinsamlegast svara þessari könnun um öryggisupplifun knapa á reiðleiðum.
Það er mikilvægt fyrir okkur að kortleggja þetta til að draga saman í skýrslu hvar helst er úrbóta þörf.
Verkefnið er unnið með styrk frá Vegagerðinni.
Kær kveðja
Dagný Bjarnadóttir form. reiðveganefndar Fáks
og Katrín Halldórsdóttir starfsm. Vegegerðarinnar
 
 

Aðalfundur 29.nov 2023 kl 20:00

Aðalfundur Harðar - 29.nov kl 20:00
Boðað er að nýju til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar þar sem áður boðaður og haldinn fundur var ekki lögmætur. Nýr fundur verður haldinn miðvikudaginn 29. nóvember klukkan 20.00 í Harðarbóli.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr félagsins.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
🔸️Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
🔸️Formaður flytur skýrslu stjórnar
🔸️Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör
🔸️Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
🔸️Reikningar bornir undir atkvæði
🔸️Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður
🔸️Árgjald ákveðið
🔸️Lagabreytingar
🔸️Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga
🔸️Önnur mál
🔸️Fundarslit
Fyrir fundinum liggja 4 lagabreytingar:
4.grein
Stjórn félagsins boðar félagsfund eins oft og þurfa þykir. Sama er, ef minnst 1/10 hluti félagsmanna sem atkvæðisrétt hafa á fundum félagsins samkvæmt 3. gr. æskja þess skriflega og tilgreina fundarefni. Félagsfundir skulu boðaðir með þriggja daga fyrirvara með tilkynningu á heimasíðu félagsins og með opinberri auglýsingu eða tölvupósti til félagsmanna.
Fundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað og minnst 1/10 hluti félagsmannasem atkvæðisrétt hafa á fundum félagsinssamkvæmt 3. gr sitja hann. Afl atkvæða skal ráða úrslitum allra mála á fundum félagsins nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum. Sé fundur ekki lögmætur, má boða til hans að nýju á venjulegan hátt og er hann þá lögmætur án tillit til þess, hversu margir eru mættir.
Formaður eða staðgengill hans setur fundi og lætur kjósa fundarstjóra í byrjun fundarins. Hinn kjörni fundarstjóri úrskurðar í byrjun fundarins, hvort löglega hafi verið til hans boðað og hvort hann sé lögmætur, m.a. með því að upplýsa um fjölda atkvæðisbærra félagsmanna sem mættir eru á fundinum.
4. grein verði:
Stjórn félagsins boðar félagsfund eins oft og þurfa þykir. Sama er, ef minnst 25 félagsmenn sem atkvæðisrétt hafa á fundum félagsins samkvæmt 3. gr. æskja þess skriflega og tilgreina fundarefni. Félagsfundir skulu boðaðir með þriggja daga fyrirvara með tilkynningu á heimasíðu félagsins og með opinberri auglýsingu eða tölvupósti til félagsmanna.
Fundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað og minnst 25 félagsmenn sem atkvæðisrétt hafa á fundum félagsinssamkvæmt 3. gr sitja hann. Afl atkvæða skal ráða úrslitum allra mála á fundum félagsins nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum. Sé fundur ekki lögmætur, má boða til hans að nýju á venjulegan hátt og er hann þá lögmætur án tillit til þess, hversu margir eru mættir.
Formaður eða staðgengill hans setur fundi og lætur kjósa fundarstjóra í byrjun fundarins. Hinn kjörni fundarstjóri úrskurðar í byrjun fundarins, hvort löglega hafi verið til hans boðað og hvort hann sé lögmætur, m.a. með því að upplýsa um fjölda atkvæðisbærra félagsmanna sem mættir eru á fundinum.
5. grein
Aðalfund skal halda eigi síðar en fyrir lok október ár hvert. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Til aðalfundar skal boðað samkvæmt ákvæðum 4. gr., en þó með minnst fjórtán daga fyrirvara. Séu lagabreytingar fyrirhugaðar skal þess getið í fundarboði og jafnframt skal gert grein fyrir því hvaða tillögur eru gerðar um breytingar á lögum félagsins.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.
b) Formaður flytur skýrslu stjórnar.
c) Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. milliuppgjör.
d) Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
e) Reikningar bornir undir atkvæði.
f) Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður.
g) Árgjald ákveðið.
h) Lagabreytingar.
i) Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga.
j) Önnur mál.
k) Fundarslit.
5. grein verði
Aðalfund skal halda eigi síðar en fyrir lok október ár hvert. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Til aðalfundar skal boðað með minnst fjórtán daga fyrirvara. Sé löglega til hans boðað og minnst 25 atkvæðisbærir félagsmenn mættir, telst fundurinn löglegur. Séu lagabreytingar fyrirhugaðar skal þess getið í fundarboði og jafnframt skal gerð grein fyrir því hvaða tillögur eru gerðar um breytingar á lögum félagsins.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.
b) Formaður flytur skýrslu stjórnar.
c) Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. milliuppgjör.
d) Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
e) Reikningar bornir undir atkvæði.
f) Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður.
g) Árgjald ákveðið.
h) Lagabreytingar.
i) Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga.
j) Önnur mál.
k) Fundarslit.
6.grein
Stjórn félagsins skipa átta manns auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni, sem kosinn er beinni kosningu. Kosning stjórnar og formanns félagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum:
Formaður skal kosinn til eins árs í senn og getur verið endurkjörinn alls þrisvar sinnum.
Átta meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fjórir stjórnarmenn gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.
Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs í senn.
Þá skal og kjósa fulltrúa félagsins á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að en formaður félagsins skal þó teljast vera sjálfkjörinn. Aðalfundur getur heimilað stjórn að tilnefna fulltrúa til setu á fundum þeim sem getið er hér að framan.
Einungis félagar eldri en átján ára eru kjörgengir í kosningum til stjórnar, formanns félagsins, til að vera skoðunarmenn ársreikninga og til að vera fulltrúar félagsins á ársþingum og aðalfundum þeirra samtaka sem félagið á aðild að.
6. grein verði:
Stjórn félagsins skipa átta manns auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni, sem kosinn er beinni kosningu. Kosning stjórnar og formanns félagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum:
Formaður skal kosinn til eins árs í senn og getur verið endurkjörinn alls þrisvar sinnum.
Átta meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fjórir stjórnarmenn gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.
Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs í senn.
Þá skal og kjósa fulltrúa félagsins á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að en formaður félagsins skal þó teljast vera sjálfkjörinn.Aðalfundur getur heimilað stjórn að tilnefna fulltrúa til setu á fundum þeim sem getið er hér að framan.
Einungis félagar eldri en átján ára eru kjörgengir í kosningum til stjórnar, formanns félagsins, til að vera skoðunarmenn ársreikninga og til að vera fulltrúar félagsins á ársþingum og aðalfundum þeirra samtaka sem félagið á aðild að.
Framboð til kosninga á aðalfundi skulu berast stjórn minnst 7 dögum fyrir aðalfund.
11. grein
Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi, þar sem mættir eru minnst 1/10 (einntíundi hluti) félagsmanna sem atkvæðisrétt hafa á fundum félagsins samkvæmt 3. gr. og 2/3 (tveir þriðju hlutar) greiddra atkvæða samþykki breytinguna. Náist ekki tilskilinn fjöldi fundarmanna, skal boða til framhaldsfundar og öðlast þá tillaga um lagabreytingu gildi ef 2/3 hlutar fundarmanna greiða henni atkvæði sitt, án tillits til fundarsóknar.
11. grein verði:
Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi, þar sem mættir eru minnst 25 félagsmenn sem atkvæðisrétt hafa á fundum félagsins samkvæmt 3. gr. og 2/3 (tveir þriðju hlutar) greiddra atkvæða samþykki breytinguna. Náist ekki tilskilinn fjöldi fundarmanna, skal boða til framhaldsfundar og öðlast þá tillaga um lagabreytingu gildi ef 2/3 hlutar fundarmanna greiða henni atkvæði sitt, án tillits til fundarsóknar.

Æskulýðsnefnd Harðar kynnir: Þrautabraut og venja við - Sunnudaginn 19.nóvember

Æskulýðsnefnd Harðar kynnir: Þrautabraut og venja við - Sunnudaginn 19.nóvember

Sýnikennsla og námskeið með þrautabraut fyrir hesta.
Hvernig er hægt að kenna hestinum að venjust hlutum sem honum finnst hættulegt - sem hann er hræddur við? Thelma Rut fer með ykkur í þetta og það verður hægt að prófa sig áfram. Við erum að vinna við hendi (ekki á baki) - möguleiki að fara á bak eftir námskeiðslok fyrir þá sem eru með sina hesta.
Farið verður yfir ýmsar skemmtilegar verkefni og þrautir. Skemmtileg fjölbreytileika fyrir hestinn og knapann.

Að lok námskeið verður þrautinn opinn fyrir alla sem vilja prófa þetta sjálf og jafnvel á baki.

Námskeiðið er í 45min og byrjar klukkan 11:00. Ef skráning er góð verður skipt hópnum í tvennt og seinni hópurinn er klukkan 11:45.

Verð: 1300kr

ATH: Ef hesturinn þinn er enn út í haga er möguleiki að fá hest í láni hjá Hestasnilld - hafið samband beint með Sonju í messenger eða 8659651 - fyrsti kemur fyrsti fæ 

Kennari eru Thelma Rut Davíðsdóttir Vonumst til að sjá sem flesta! Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

Ath: Námskeið er innifalið í "Haustþjálfun Harðarkrakkar - vikuleg námskeið" og félagshesthús.

 

thelwell.png