Ársskýrsla Mótanefnd Harðar 2018

Ársskýrsla Mótanefnd Harðar 2018

jjj.jpg

Meðlimir:

Ragnheiður Þorvaldsdóttir (formaður)

Thelma Rut Davíðsdóttir

Erla Dögg Birgisdóttir

Erna Jökulsdóttir

Kristinn Már Sveinsson

Melkorka Gunnarsdóttir

Sonja Noack (tengiliður félagsins)

 

Viðburðir og störf

Nokkrir viðburðir voru haldnir á vegum mótanefndar Harðar á keppnistímabilinu 2017-2018. Yfir allt tókust mótin mjög vel og voru vel sótt. Nýtt kerfi til að skrá inn einkunnir á mótum var tekið í notkun sem heitir Sportfengur. Nokkrir meðlimir nefndarinnar sátu námskeið til að læra á þetta nýja forrit sem kom að góðu gagni. Nefndin tók til starfa í janúar 2018. Allir meðlimir komu nýir inn í nefndina ýmist í fyrsta sinn eða eftir hlé. Haldnir voru fjórir formlegir fundir ásamt umræðum utan þeirra á samfélagsmiðlum. Fundirnir voru haldnir á eftirfarandi dagsetningum:

  • janúar
  • janúar
  • apríl
  • Maí

Vetrarmót Harðar

Haldin voru þrjú vetrarmót eins og hefð hefur verið fyrir. Samtals voru 151 skráning á öll vetrarmótin og virtist fólk vera almennt ánægt. Á öllum vetrarmótunum voru útdráttarverðlaun þar sem allir þátttakendur voru settir í pott og dregið var um veglega vinninga. Verðlaunapeningar voru veittir fyrir efstu sætin á hverju móti en eftir öll mótin fengu stigahæstu knaparnir í hverjum flokki bikara. Breytt var flokkaskiptingu mótanna frá síðustu árum en í stað þess að kynjaskipta eldri flokkunum var ákveðið að hafa einungis skipt eftir getu stigi/keppnisreynslu. Það voru því þrír eldri flokkar (21 og eldri): 1. Flokkur, 2. Flokkur og 3. Flokkur. Yngri flokkar héldust óbreyttir. Dagsetningar vetrarmótanna voru eftirfarandi:

  • Vetrarmót I - 3. febrúar
  • Vetrarmót II (árshátíðarmót) - 24. Febrúar
  • Vetrarmót III - 17. mars

Reikningur vetrarmóta:

1. Vetrarmót Harðar (2klst)

Sjoppa/Skráning (Klink)

1.033

Sjoppa/Skráning (Seðlar)

30.000

Sjoppa/Skráning (Posi)

43.450

Dómari (Svafar Magnússon)

-15.000

Samtals

59.483

   

2. Vetrarmót Harðar (2,5klst)

Liður

Upphæð

Sjoppa/Skráning (Klink)

2.370

Sjoppa/Skráning (Seðlar)

28.500

Sjoppa/Skráning (Posi)

33.450

Fríða

-5.500

Matur/Nammi

-19.016

Dómari (Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir)

-15.000

Samtals

24.804

   

3. Vetrarmót Harðar (2klst)

Sjoppa/Skráning (Klink)

1.150

Sjoppa/Skráning (Seðlar)

22.000

Sjoppa/Skráning (Posi)

39.700

Kiddi (Skiptimynt)

-5.000

Dómari (Bjarni Sigurðsson)

-15.000

Samtals

42.850

   

Verðlaunagripir:

-92.000

Samtals frá öllum mótum:

35.137

Íþróttamót Harðar

05.05 Íþróttamót Harðar.

30.05. Fyrri úrtaka fyrir Landsmót.

01.06 Gæðingamót Harðar.

Íþróttamótið okkar var vægast sagt eftirminnilegt. Þar spilaði stórt hlutverk vægast sagt ömurlegt veðurfar. Morgnarnir hófust á því að skófla snjó af keppnisvellinum og var tíðin svo slæm einn morguninn að barnaflokkurinn var fluttur inn í reiðhöll. Það gengu yfir haglél og hundslappadrífa svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir það var skráning framar vonum og tókst mótið einstaklega vel. Allir flokkar mótsins voru seldir styrktaraðilum. Þetta var jafnframt fyrsta mótið sem Sportfengur var keyrður svo það voru nokkrar hindranir á veginum. Skráningar voru samtals 191. Dómarar á Íþróttamóti Harðar 2018 voru:

  • Ann-Lisette Winter
  • Björgvin Ragnar Emilsson
  • Jón Ó Guðmundsson
  • Sigurður Helgi Ólafsson
  • Svanhildur Hall

Fyrri úrtaka fyrir Landsmót

Árið 2018 var Landsmótsár eins og mörgum er kunnugt um og hélt mótanefnd tvær úrtökur eins og hefð hefur verið fyrir. Fyrri umferðin var haldin 30. maí og gekk það smurt fyrir sig. Í fyrri úrtökunni var einungis riðin forkeppni og fólk reyndi að ná einkunum inn á Landsmót fyrir hönd hestamannafélagsins Harðar. Skráningar voru samtals 56. Dómarar á fyrri úrtöku Harðar 2018 voru:

  • Ólafur Árnason
  • Sveinn Jónsson
  • Valdimar Magnús Ólafsson

Gæðingamót Harðar og seinni úrtaka fyrir Landsmót

Gæðingamótið gekk eins og í sögu enda mótanefndin orðin þaul vön eftir fyrri mót. Gæðingamótið var eftir hefðbundnu sniði og styrkti fyrirtækið Hringdu mótið. Samtals voru 96 skráningar. Á þessu móti kom jafnframt í ljós hverjir færu fyrir hönd Hestamannafélagsins Harðar á Landsmót hestamanna 2018.

Punktamót Harðar

Vegna mikillar eftirspurnar héldum við eitt punktamót með litlum fyrirvara fyrir fólk sem vantaði einkunn inn á Íslandsmót. Mótið gekk eins og smurð vél og voru keppendur almennt ánægðir með mótið. Skráningar voru samtals 47.

Sérstakar þakkir

Mótanefnd vill þakka sérstaklega öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu að mótunum. Án þeirra er ekki hægt að halda svona mörg og stór mót sem ganga jafn vel og mót líðandi tímabils hafa gengið.

Einnig viljum við þakka styrktaraðilum kærlega fyrir veittan stuðning.