Hugum að viðskilnaði beitarhólfa

Sumri tekur að halla og senn líður að lokum beitartímans. Rétt er að minna á að samkvæmt reglum er randbeit ekki leyfð eftir 20. ágúst. Tímabært er fyrir alla þá er leigja beit hjá félaginu að huga að viðeigandi viðskilnaði beitarhólfanna þannig að þau fái í það minnsta 3 í einkunn við úttekt fulltrúa Langræðslunnar sem tekur út hólfin eftir 10. september sem er lok beitartímans. Enn eru 20 dagar eftir af beitartíma og er góður möguleiki fyrir þá sem eru með mikið bitin hólf að fjarlægja hrossin af stykkjunum þannig að hólfin fái tíma til að spretta örlítið fyrir úttekt og með því hægt að tryggja viðunandi einkunn. Einkunnaskalinn er frá einkunn 0 sem þýðir óbitið og niður í 5 sem þýðir mikla ofbeit og hólfið auk þess troðið og traðkað og farið að láta á sjá. Einkunn 3 þýðir að hólfið sé fullnýtt og viðskilnaður viðunandi.

Á það skal minnt að þeir sem fá einkunn 4 eða lægra þrjú ár í röð fá ekki úthlutað beit fjórða árið.

Þá er rétt að geta þess að enn hafa nokkrir (ekki margir) trassað að greiða fyrir beitina. Vill beitarnefndin hvetja þá að gera skil hið fyrsta. Minnt skal á að hafi greiðsla ekki borist fyrir 10. september fær viðkomandi ekki hólfi úthlutað að ári. Gaumgæfið því vel hvort nokkuð hafi gleymst að borga fyrir beitina!

Litið verður yfir hólfin á næstu dögum og þá væntanlega haft samband við þá sem þurfa að fjarlægja hrossin.

Með bestu kveðjum

Beitarnefnd