Púnktamót Harðar 2018

Vegna mikillar eftirspurnar hefur mótanefnd Harðar ákveðið að halda punktamót fyrir Íslandsmótið. Skráning á mótið er hafin inn á sportfeng og stendur til miðnættis miðvikudagsins 11.júlí. Mótið hefst klukkan 18:00 fimmtudaginn 12.júlí.
Skráningarfrestur á Íslandsmótið hefur verið framlengdur til miðnættis 12. júlí svo nú er síðasti séns að ná tölum fyrir mótið.
Greinar sem boðið verður upp á er fjórgangur, fimmgangur, tölt og slaktaumatölt.
Engin úrslit verða á mótinu og aðeins verður einn flokkur í hverri grein. Inn á viðburðinum verða birtar fleiri upplýsingar. Hlökkum til að sjá ykkur!