Landsmót 2018 Unglingaflokkur og Ungmennaflokkur

 
Í gær fóru fram milliriðlar i unglingaflokki og áttum við Harðarfélagar þrjá fulltrúa i riðlinum. Benedikt Ólafsson á Biskupi frá Ólafshaga sýndu glæsileg tilþrif í brautinni og hlutu 8,51 og tryggði það þeim 4.sæti í A úrslitum á sunnudag. Sigrún Högna Tómasdóttir á Takti frá Torfunesi og Rakel Ösp Gylfadóttir á Óskadís frá Hrísdal komust ekki áfram að þessu sinni og hafa þvi lokið keppni á Landsmóti.
Milliriðlar í ungmennaflokki fóru fram í morgun, þar spreyttu sig Erna Jökulsdóttir á Tinna frá Laugabóli og Thelma Dögg Tómasdóttir á Mörtu frá Húsavík. Erna og Tinni voru rétt utan við úrslit en Thelma og Marta stóðu sig frábærlega og hlutu 8,46 og ríða B úrslit á laugardag.
Milliriðlar í A flokki fara fram seinni partinn í dag, þar fer Reynir Örn Pálmason með Laxnes frá Lambanesi i brautina og verður spennandi að fylgjast með þeim félögum.
Hvetjum við Harðarfélaga til að mæta i brekkuna að hvetja okkar fólk til dáða. Unga fólkið okkar i Herði hefur sannarlega stimplað sig inn á þessu Landsmóti.
Áfram Hörður.