MIKILVÆGT OG GOTT TÆKIFÆRI FYRIR ALLA UNGA KNAPA Í HERÐI SEM STEFNA Á LANDSMÓT

Æskulýðsnefnd – Fyrirlestur og Æfingamót!
24.5. fimmtudagur kl 18:00. Fyrirlestur um gæðingakeppni yngri flokka (reglur og fyrirkomulag) í Harðarbóli með Sigga Ævars dómara. Hvetjum alla sem stefna á keppni á gæðingamóti/úrtöku að mæta. Frítt inn.
28.5 mánudagur kl. 18:00. Æfingamót fyrir yngri flokka á gæðingavelli. Stefnum á að byrja kl 18 (fer eftir skráningu). Byrjum á ungmennaflokki, svo barnaflokkur og endum á unglingaflokki.
Siggi Ævars dæmir og gefur umsögn.
Knapar hita upp í reiðhöll og verða svo kallaðir einn í einu inná völl. Ráslisti birtur um hádegi á mótsdag. Hvetjum sem flesta í yngri flokkum til að mæta. Engin skráningagjöld. Skráning fer fram á viðburðinum á facebook (skrá nafn knapa, nafn hests og flokk).
Fyrirlestur:
Æfingamót: