Stefnumótarfundur

Stefnumótunarfundur var haldinn sl laugardag í Harðarbóli.  Fundinum stjórnaði Runólfur Smári prófessor og hestamaður.  
Fyrri hlutann nýttum við í hugmyndir um hvar og hvernig hestamannafélagið væri eftir 20 ár og í seinni hlutanum skiptumst við í 3 hópa og ræddum Umhverfismál - Skipulagsmál - Innra starf.  Margar góðar hugmyndir komu fram og munu þær verða sendar stjórn, sem tekur næstu skref.
Sú vinna verður kynnt á heimasíðu félagsins og öllum félagsmönnum boðið að koma með fleiri hugmyndir.  24 félagar mættu á fundinn.

kv HákonH