Sýnikennsla með Súsönnu Sand Ólafsdóttir í reiðhöllinni í Herði - Miðvikudag 10 jan. kl. 19:30

Sýnikennsla með Súsönnu Sand Ólafsdóttir í reiðhöllinni í Herði Mosfellsbæ Miðvikud 10 jan. kl. 19:30 

 

Súsanna er reiðkennari frá Hólum, hefur endurmenntað sig í spænskri reiðlist í Andalúsíu. Íþrótta-, gæðingadómari og formaður félags tamningamanna.

Súsanna mun sýna okkur áherslur sínar í þjálfun.  Hún mun segja okkur frá og sýna okkur það helsta sem hún hefur lært og tileinkað sér á námsferðum sínum til Andalúsiu á Spáni, leiðir til að bæta líkamsvitund knapa og líkamsbeitingu hesta hvort sem stefnt er á keppni, sýningar eða útreiðar.  Eigum skemmtilega og fróðlega stund saman.

Hlökkum til að sjá sem flesta !


Miðaverð kr.1000 

Hestamannafélagið Hörður