Töltgrúppa Harðarkvenna 2018

Kennslufyrirkomulag TG verður með breyttu sniði í vetur 2018. Meira verður lagt upp úr reiðkennslu og að ná meira til hvers knapa persónulega, ég mun leggja áheyslu á samspil ábendinga, ásetu og hreinleika gangtegunda. Munsturprógram verður æft í hóptímum einu sinni í mánuði og á stóruæfingunni á Sunnudögum. 2 sinnum yfir tímabilið verður opin æfing (gestum boðið).

Samsýning TG 1 mai 2018. Samsýningin mun verða styrktarsýning eins og 2017

Námskeið byrjar miðvikudag 3Janúar2018 með fyrsta 6 hópana.

Kennslufyrirkomulag
- Reiðkennsla 4 saman í hóp, kennt á miðvikudögum, hver hópur fær 2 tíma í mánuði.
- 5 hvern miðvikudag kennt í stærri hóp þar sem prógram verður æft, fyrsta æfing 31 jan.
- stór æfing, allar saman á sunnudögum kl 17

Verð 45000, möguleiki að skipta greiðslum niður, hafið samband í email eða einkaskilaboð.

Skráning: skraning.sportfengur.com (svo ýta á "námskeið")

ATH: SKRÁNINGAFRESTUR ER 15.DESEMBER 2017

Vertu með