Síðasti skráningardagur á morgun 23 mars

Skráningu lýkur á morgun fimmtudag 23 mars

 

Töltfimi (Tölt in Harmony) er ekki eitthvað einangrað fyrirbæri eða keppnisgrein. TIH er einfaldlega nafn á ákveðinni „Fílósófíu“ eða aðferðafræði sem hestamaður getur valið sér og sínum reiðhesti/keppnishesti, stefni hugur hans til framfara. Aðferðafræðin styðst við hin „klassísku þjálfunarstig“ og felur þannig í sér að gott samband manns og hests verði, og að reiðmaðurinn nái stjórn á andlegu sem og líkamlegu jafnvægi, sem og orku og orkuflæði hestsins.

  • Niðurstaðan hvað knapann varðar getur orðið:
    • Aukinn skylningur
    • Yfirvegaðri og einbeittari reiðmennska
    • Nákvæmari og léttari ábendingar
    • Betri stjórn í gegnum sætið
    • Tök á kerfisbundinni uppbyggingu hests og knapa
  • Niðurstaðan hvað hestinn varðar getur orðið:
    • Betri líðan og andlegt jafnvægi
    • Hreinni gangtegundir á öllum hraða
    • Aukin mýkt og fjaðurmagn
    • Aukinn skilningur og betra gegnumflæði ábendinga
    • Aukin virðing fyrir þjálfara

Námskeiðið kostar 25.000 krónur og lágmarksþátttaka eru 10 nemendur.

Skráning er á eftirfarandi slóð: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Kveðja

Fræðslunefnd Harðar