Beitartímanum lokið!!

Þá er hinum eiginlega beitartíma í löndum Mosfellsbæjar lokið þetta árið. Lauk

10. September en sökum góðrar tíðar í vor og sumar hefur lítið eða ekki verið ýtt

við mönnum að fjarlægja hross úr hólfunum. Eftir skoðun á hólfunum í gær,

mánudag, var ákveðið að leyfa félagsmönnum að hafa þau þar fram að

næstkomandi helgi með einhverjum undantekningum þó.

Mönnum er bent á að hætta randbeit hið snarasta og láta hrossin vera

einvörðungu á þeim hluta sem óbitinn er. Þannig að hrossin séu ekki að darka á

því sem búið er að bíta. Betra er að bitnu hlutarnir nái að jafna sig eitthvað fyrir

úttektina. Fulltrúi landsgræðslunnar kemur strax eftir helgi til úttektar á

hólfunum og þurfa þá öll hross að vera farin. Nokkrir þurfa að fjarlægja hrossin

strax og verður haft samband við viðkomandi.

Beitarnefnd