Hross í beitarhólf á þriðjudag þ.e. sum hólfin!!!

Eins og sjálfsagt allir hafa tekið eftir hefur tíðarfarið verið gott í vor og gróður tekið snemma við sér. Af því leiðir að í sum beitarhólfa félagsins er komið þó nokkuð gras. Hefur því verið ákveðið að leyfa sleppingu á þriðjudag (á morgun).
Á það skal þó bent að í sumum hólfum hefur sprettan verið minni eins og til dæmis í Skammadal sem stendur mun hærra en flest önnur hólf. Er því mælst til þess að leigjendur skoði vel hvort tímabært sé að sleppa strax. Ef hólfin eru rýr þegar sleppt er má gera ráð fyrir að sprettan hafi ekki við beitinni og hólfin geti því orðið uppbitin á miðju tímbilinu  og viðkomandi gert að fjarlægja hrossin. 
Eru það því tilmæli beitarnefndar að menn gæti að sér og skoði vel hvort nægjanlegt gras er komið í hólfin.
Hægt er að fá ráðgjöf um þetta hjá Valdimar í síma 8966753 eða Hauki í síma 6936708 ef menn eru ekki með það á hreinu hvað sé skynsamlegt að gera. 
Þá hefur fýlan runnið af beitarnefnd vegna áburðarrýrnunar og leti sumra félagsmanna í að sækja áburðinn. Hefur því verið ákveðið að afhenda restina af áburðinum eftir klukkan 18:00 á miðvikudag og fimmtudag til kl. 20:00. Eru þeir sem etir eiga að sækja áburð að gera það á þessum tíma. Á föstudag verður afgangurinn, ef einhver verður, seldur hæstbjóðanda og enginn áburður afhentur eftir það.
 
Beitarnefnd